Þættirnir Vigdís

21. jan. 2025

Þættirnir Vigdís hafa verið sýndir á RÚV og síðasta þátturinn var á sunnudaginn síðasta. Margir landsmenn hafa fylgst með þáttunum sem segir frá þegar Vigdís býður sig fram til forseta Íslands. Til gaman má rifja upp að eftir að hún lét af embætti forseta lét hún mikið til sín taka í menningarmálum og vann ötullega að því styrkja tungumálin. Þann 29. september 2003 var Vigdís gerð að sérstökum verndara táknmála á Norðurlöndum á alþjóðadegi heyrnarlausra. Í ávarpi sínu á þessum tímamótum sagði hún meðal annars að táknmál væri mannréttindi eins og öll önnur tungumál ásamt því sagði hún líka að ýmis tungumál í heiminu sem eiga undir högg að sækja og þurfa vernd og umhyggju. Vigdís gengdi embætta velgjörðarsendiherra UNESCO í tungumálum.