Þjóðleikhúsið og Hraðar hendur

9. feb. 2022

GÓÐAN DAGINN FAGGI! 
Sýningin Góðan daginn Faggi verður táknmálstúlkuð með skuggatúlkun sunnudaginn 20.mars kl. 18:00
Góðan daginn faggi er sjálfs-ævisögulegur söngleikur, um skömm, mennsku og drauminn um að tilheyra.
Allur tilfinningaregnboginn í einu verki, sem er frábærlega flutt og á erindi til allra!Táknmálstúlkað af Ástbjörgu Rut Jónsdóttir (Öddu Rut)Flytjendur: Bjarni Snæbjörnsson og Axel Ingi ÁrnasonSýnt í Þjóðleikhúskjallaranum
TRYGGIÐ YKKUR MIÐA SEM ALLRA FYRST, ÁÐUR EN ÞAÐ VERÐUR UPPSELT!30 % AFSLÁTTUR AF MIÐUNUM FYRIR DÖFF Í GEGNUM ÞENNAN TENGIL:MIÐASALA:  hér

KARDEMOMMUBÆRINN!

FRÁBÆRT TÆKIFÆRI fyrir mömmur og pabba, ömmur og afa, frænkur og frændur til að eiga ómetanlega stund í leikhúsinu og sjá saman KARDEMOMMUBÆRINN MEÐ TÁKNMÁLSAÐGENGI! SUNNUDAGINN 24.APRÍL 2022, kl.15.00 Á STÓRA SVIÐI ÞJÓÐLEIKHÚSSINS.

Þetta er frábær fjölskyldusýning, með miklu fjöri, söng, dansi, glæsilegri leikmynd og búningum og svo er sagan auðvitað klassísk og skemmtileg. Sýningin verður ekki táknmálstúlkuð eftir þeim hefðbundnu leiðum sem Hraðar hendur eru þekktar fyrir að bjóða uppá, en það verður þó að sjálfsögðu passað uppá að sagan komist vel til skila og áhorfendur geti allir notið sýningarinnar til fulls. Nokkrum dögum fyrir sýninguna mun Adda Rut bjóða táknmálstalandi leikhúsgestum og fjölskyldum þeirra uppá stutta sögustund. Þar verður farið yfir sögu verksins og sungin lög úr sýningunni á táknmáli. Á sýningardaginn sjálfan bjóða Þjóðleikhúsið og Hraðar hendur viðkomandi gestum í heimsókn í leikhúsið, þar sem þau fá leiðsögn um leikmyndina á táknmáli og fá að hitta nokkrar persónur verksins stuttlega. Þegar á sýningunni stendur mun Adda Rut vera á staðnum og snartúlka það sem fram fer.TIL AÐ KAUPA MIÐA MEÐ 30% AFSLÆTTI!!:Smellið á þennan link:  hér

Ath. að þessi sæti eru sérvalin, með tilliti til staðsetningu túlksins.