Tíðindi: Stoð- og stuðningsþjónustuleyfi samþykkt!
Eftir langt og strangt umsóknarferli er Félag heyrnarlausra nú með leyfi til að reka stoð- og stuðningsþjónustu. Leyfið gerir félaginu það mögulegt að halda betur utan um málefni Döff í velferðarmálum en strangar umsóknarreglur fylgja leyfinu sem gildir til 5 ára eða til 28. maí 2028. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðamála (GEV) gefur út leyfið sem sjá má hér fyrir neðan.
Við erum spennt að sjá hvernig leyfið mun hafa áhrif á framtíðarverkefni félagsins!
Leyfisbref-til-reksturs-stod-og-studningsthjonustu