• Merki Félags heyrnarlausra

Tilkynning: Félag heyrnarlausra vegna peningasafnana

31. maí 2023

Félag heyrnarlausra vill koma fram ábendingu um það að hvorki félagið né heyrnarlausir aðilar standa fyrir fjársöfnunum á götum úti annarri en þeirri að standa fyrir sölu vorhappdrættis félagsins með því að ganga í heimahús og selja vel merkta og númeraða happdrættismiða sem félagið hefur gert í meira en 50 ár. Hvetjum við fólk til að tilkynna beinar fjársafnanir til lögreglu eða senda ábendingu á deaf@deaf.is ef uppvíst verður um slíka söfnun.

Sölumenn Félags heyrnarlausra eru einnig staddir á Akureyri og selja vorhappdrættismiða félagsins í fyrirtæki og heimahús. Þökkum góðar viðtökur.