Tilkynning frá Félagi heyrnarlausra
Félag heyrnarlausra vill upplýsa að sölumenn á vegum félagsins hafa undanfarið verið að selja penna merkta Félagi heyrnarlausra á Suður- og Vesturlandi líkt og félagið hefur gert með hléum í áratugi.
Við höfum orðið vör við óöryggi fólks hvort þessi fjárföflun sé á vegum félagsins, eðlilega þegar fólk hefur orðið á vegi óprúttinna aðila eða lesið umfjöllun fjölmiðla og lögreglu að verið að safna fjármunum í nafni heyrnarlausra á opinberum vettvangi og við verslunarmiðstöðvar sem ekki tengjast félaginu eða heyrnarlausum á neinn hátt. Hefur Félag heyrnarlausra því ákveðið að stöðva þessa fjáröflun til að valda ekki óþægindum fyrir það fólk sem vill virkilega styðja við öfluga starfsemi Félags heyrnarlausra vegna óvissu um hvort þessi starfsemi eigi sér stað á réttum forsendum eða ekki.
Hörmum við einnig að málstaður heyrnarlausra skuli ítrekað notaður slíkum tilgangi.