Upplýsingar frá RÚV

19. des. 2019

Almennar upplýsingar:

Dagskráin er birt á vef RÚV og slóðin er ruv.is/dagskra. Fyrirfram textaðir þættir eru með merkið 888 á dagskrársíðunni á ruv.is.

Nær allt fyrirfram unnið innlent efni er með íslenskum skjátexta á síðu 888 í textavarpi. Þetta á líka við um innlent barnaefni eins og Krakkafréttir og Stundina okkar.

Í spilaranum á ruv.is er hægt að velja íslenskan texta, og í sumum tilvikum enskan, á þeim þáttum sem sendir eru út með 888-texta. Til þess þarf að setja upptökuna af stað og smella svo á textahnapp neðst í hægra horni (sá mynd neðst í póstinum). Íslenskur texti er í boði í spilara RÚV í snjalltækjum.

Jóladagskráin:

  • Aðfangadagur kl. 14.40. Teiknimyndin Frozen er sýnd talsett á RÚV og með íslenskum texta og ensku tali á RÚV 2.
  • Aðfangadagskvöld kl. 22.00. Helgistund á jólanótt með 888-texta á RÚV og táknmálstúlkun á RÚV 2.
  • Jóladagur kl. 20.20. Teiknimyndin Inside out, talsett á RÚV og með íslenskum texta og ensku tali á RÚV 2.
  • Annar í jólum kl. 21.20. Nýir íslenskir spennuþættir, Brot, fyrsti þáttur af átta. Þættirnir eru með 888-texta.
  • 28. desember, laugardagur, kl. 19.40. Íþróttamaður ársins, rittúlkun á síðu 888.
  • Gamlársdagur kl. 19.00. Krakkafréttaannáll með 888-texta.
  • Gamlársdagur kl. 19.30. Krakkaskaup 2019 með 888-texta.
  • Gamlársdagur kl. 20.00. Ávarp forsætisráðherra með 888-texta á RÚV og táknmálstúlkun á RÚV 2.
  • Gamlársdagur kl. 22.30. Áramótaskaupið með 888-texta.
  • Nýársdagur kl. 13.00. Ávarp forseta Íslands með 888-texta á RÚV og táknmálstúlkun á RÚV 2.