Vegna söfnunar*

19. feb. 2024

Félag heyrnarlausra varar fólk við óprúttnum aðilum sem hafa safnast fyrir utan verslunarmiðstöðvar undanfarið og safnað fjármunum í nafni döff og heyrnarlausra. Félag heyrnarlausra stendur ekki fyrir slíkri söfnun og hefur aldrei gert og vörum við almenning við þessu fólki og hvetjum til þess að hafa samband við lögreglu vegna málsins. Í þó nokkur ár hafa birst hér erlendir aðilar og viðhaft nákvæmlega sömu söfnun í nafni heyrnarlausra og viljum við gera allt til að stöðva þetta fólk sem fyrst.

Félag heyrnarlausra sinnir samviskusamlega sölu á happdrættismiðum Félags heyrnarlausra og mun um næstu mánaðarmót hefja sölu í heimahús og vonumst við að fá jákvæðar og góðar móttökur fólks þar eins og síðastliðin 60 ár í happdrættissölu.

Með kveðju frá Félagi heyrnarlausra