Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar!

17. nóv. 2023

Viðurkenningu á degi íslenskrar tungu hlýtur að þessu sinni verkefnið „Menningin gefur“. Fulltrúar þess Elsa G. Björnsdóttir, túlkur, leikkona og ljóðskáld, og Anna Valdís Kro táknmálsfræðingur og verkefnastjóri hjá Ós Pressunni veittu viðurkenningunni viðtöku.

Það er mjög ánægjulegt að íslenskt táknmál hafi fengið athygli á degi íslenskrar tungu. Bókmenntaverkefnið "Menningin gefur" sem þær Elsa G. Björnsdóttir, leikkona og ljóðskáld, og Anna Valdís Kro táknmálsfræðingur og verkefnastjóri hjá Ós Pressunni eiga heiðurinn af fékk í gær sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenskt mál. Þetta verður vonandi til að auka veg og virðingu íslenskra táknmálsbókmennta.

Innilegar hamingjuóskir frá stjórn og starfsfólk félagsins!