Virðum og fylgjum lögum um stöðu íslenska tungu og íslenska táknmálið

24. sep. 2020

Í dag ætlum við aðeins að skoða í hvað það felst í því að viðurkenna tungumál og því er við hæfi að rifja upp tilvitnun Terje Basilier sem er ,,Ef ég viðurkenni mál annars manns hef ég þar með viðurkennt manninn en ef ég viður kenni ekki mál hans hef ég þar með hafnað honum vegna þess að málið er hluti af okkur sjálfum“. Þetta á vel við þema dagsins í dag.

Úganda var fyrsta landið í heimi til að viðurkenna lög um táknmál í sínu landi árið 1995. Síðan þá hafa um 50 lönd viðurkennt formlega táknmál sinnar þjóðar jafnrétthátt þjóðtungu sinni. Er þetta innan við 25% af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna.

Mörg hagsmundasamtök Döff hafa barist í fjöldamörg ár fyrir viðurkenningu á táknmáli sem móðurmál þeirra sem reiða sig á það til tjáningar og samskipta. Hefur þetta verið helsti baráttukjarni hagsmunasamtaka víðs vegar. Samvinna er ómissandi í baráttunni, stuðningur frá öðrum samtökum og stuðningur frá fræðasamfélaginu er mikilvægur hlekkur í samvinnunni og saman vinna þau að sameiginlegu markmiði sem er að fá lagalega viðurkenningu á táknmálinu sem sitt móðurmál.

Það að fá lagalega viðurkenningu á táknmálinu er fyrsta og stærsta skrefið í að tryggja mannréttindi döff og þeirra sem reiða sig á táknmálið til tjáningar og samskipta. Þegar táknmálið hefur verið staðfest í lögum þá gefur það döff tækifæri að eiga möguleika á að njóta réttinda til jafns á við aðra þjóðsfélagsþegna. Þó ríki hafi samþykkt táknmálið að lögum þá er ekki þar með sagt að baráttunni sé lokið, heldur er hún rétt hafin, því mikil vinna liggur að baki til að þrýsta á stjórnvöld að fylgja lögunum. Á Íslandi voru lög um stöðu íslenska tungu og íslenska táknmálið staðfest árið 2011 og þótti mikill sigur en við eigum enn nokkuð í land til að njóta jafnréttis á Íslandi. Við gefumst þó ekki upp, mikilvægt er að snúa saman bökum og berjast áfram fyrir grundvallarréttindum okkar á Íslandi.

vidurkennum-taknmal-auglysing-final