Vorhappdrætti 2022

9. mar. 2022

Vorhappdrættissala Félags heyrnarlausra er hafin og heimsækja heyrnarlausir sölumenn hús og bjóða miða. Sölumenn okkar starfa eftir ströngum siðareglum félagsins og er það metnaður okkar að allt fari sem best fram. 

Einungis 20.000 miðar eru gefnir út og kostar miðinn 2.900 krónur og verður dregið 7. júní. 

Með þökk fyrir góðar móttökur.