• WFD

WFD býður 2018 velkomið með baráttuanda með í för

19. jan. 2018

WFD 2018Formaður WFD, Colin Allen, óskar meðlimum gleðilegs árs 2018 og býður árið velkomið með baráttuandann með í för. 

Gleðilegt ár! Ég vona að þið hafið átt gott ár, árið 2017. WFD endaði árið með áfangasigri þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu 23. september sem alþjóðlegan táknmálsdag. Öll þessi baráttuvinna markar þennan sögulega viðburð sem hefði verið ógerleg án stuðnings ykkar. Frá okkar innstu hjartarótum þökkum við ykkur, okkur tókst þetta.

#WFDAchieves
Ásamt þessu er ég stoltur af því að deila með ykkur nokkrum sérhæfðum markmiðum okkar sem við náðum á árinu 2017.

  • Við skrifuðum yfir 10 ályktanir og greinagerðir til Sameinuðu þjóðanna og annarra mannréttindasamtaka.
  • Við skrifuðum 15 stuðningsbréf til aðildarfélaga WFD í baráttumálum þeirra.
  • Við skipulögðum tvær 10 daga málstofur fyrir fimm aðildarfélög okkar í Maghreb.
  • Við áttum samstarf með Discovering Deaf Worlds og tryggðum þriggja ára verkefni í félagslegri þátttöku heyrnarlausra í Dómníska lýðveldinu.
  • Við veittum túlkum í alþjóðatáknmáli stuðning til að tryggja gæði túlkunar á alþjóðavettvangi.
  • Við kynntum á 38 ráðstefnum/námskeiðum/hátíðahöldum í 22 löndum með sjónarmið og málefni heyrnarlausra í fararbroddi.
  • Við unnum að heimasíðu til að kynna á táknmáli og sjónrænt SRFF og SDGs á ensku sem verður aðgengileg innan skamms.
  • Við skipulögðum velheppnaða þriðju alþjóðlegu ráðstefnu WFD í samstarfi með Félagi heyrnarlausra í Ungverjalandi.
  • Við veittum yfir 60 þýðingar á alþjóðlegu táknmáli. 

#WFD&WASLI
Við stofnuðum og endurnýjuðum einnig samstarf þ.m.t alþjóðlegafélag táknmálstúlka (WASLI) í Nóvember 2017. Við erum þakklát fyrir samfellda og áreynslulausa samvinnu: Með WASLI höfum við lagt áherslu á að hvetja Sameinuðu þjóðirnar til þess að viðurkenna ábyrgð þeirra og skipuleggja faglega táknmálstúlkun fyrir atburði. Sumar framfarir hafa verið gerðar eins og SRFF hefur aukið alþjóðlega túlkun í beinni útsendingu á netinu. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir samfélag heyrnarlausra, í hverju landi fyrir sig, svo að þau geti fylgst með ferlinu. 

#WFD@UN
Við gátum einnig skipulagt tvo hliðarviðburðir, einn í Genf og hinn í New York. Hliðarviðburðir eru góð tækifæri til að sýna sjónarhorn WFD og stuðla að skilningi allra aðila, samfélaginu í heild og kerfi SÞ um ákveðin viðfangsefni.

Nýjasti hliðarviðburðurinn var haldinn í nóvember 2017 og skipulagður í tengslum við frekar nýjan alþjóðlegan vettvang í WFD-málsvörninni, þ.e. UN Forum um minnihlutahópa. Eitt af markmiðum viðburðarins var að vekja athygli markhópsins að minnihlutahópar eru ekki aðeins samhæft raddmáli heldur einnig táknmál. Við vildum sýna mismunandi leiðir til tungumála með ungu umræðumönnunum okkar. WFD leggur sérstaka áherslu á sviði menntunar sérkennslu Sameinuðu þjóðanna um minnihlutahópa og að WFD geti skipt um upplýsingar og stuðlað að því að heyrnarlaus börn fái menntun með táknmál.

Annar hliðarviðburður okkar var haldinn í júní 2017 þar var lögð áhersla á menntun: Í tengslum við ráðstefnu ríkjanna í SRFF þar sem WFD bauð ráðgjafarnefndinn að ræða um þemað “Fullt nám í menntun – mögulegt árið 2030?” Þessi atburður vakti mikinn áhuga bæði á þeirra sem voru á staðnum og í fjölmiðlum þar sem meira en 10.000 áheyrnarfulltrúar fylgdust með í gegnum Facebook WFD.

Saman höfum við skapað sögu og er nú kominn tími að halda áfram með baráttuna til að viðhalda tungumálinu okkar, sjálfsmynd, menningu og mannréttindum. Okkur hlakkar til við að takast á við meira árið 2018. 

Stuðningurinn þinn gerir WFD kleift að halda áfram að ná sigrum og hafa áhrif á mörg lögkerfum um allan heim eins mögulegt og hægt er, svo að þau muni breyta löggjöf sinni sem innihalda táknmál og heyrnarlausa.

Enn og aftur, þakka ykkur sem gerði árið 2017 verðskuldað.

Með kveðju,
Colin Allen formaður
Alheimssamök heyrnarlausra (WFD)