Aðalfundur 55+ deildar

  • 6.2.2025, 17:00 - 19:00, Félag heyrnarlausra

55+ deildin býður alla meðlimi yfir 55+ aldrinum að taka þátt í aðalfundinum og fá tækifæri til að hafa áhrif á framtíð deildarinnar.

Hvenær: Fimmtudagur, 6. febrúar 2025
Hvar: Salurinn Félags heyrnarlausra

Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi:

a) Formaður félagsins setur fundinn
b) Kosning fundarstjóra
c) Kosning ritara
d) Endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta almanaksár lagðir fram til samþykktar
e) Formaður les skýrslu stjórnar frá tímabili síðasta aðalfundar
f) Umræður um skýrslu stjórnar
g) Kosning formanns Döff 55+, þriggja annarra aðalstjórnarmanna og tveggja varamanna fer fram annað hvert ár. Kosning varaformanns, eins aðalstjórnarmanns og tveggja annarra varastjórnarmanna fer einnig fram annað hvert ár það ár sem fyrrgreint kjör fer ekki fram.
h) Tillögur frá stjórn
i) Önnur mál

Athugið: Lokafrestur fyrir framboð er 4. febrúar á miðnætti. Þessi viðburður er ekki á vegum Félags heyrnarlausra.

Mig langar að þakka Hjördísi innilega fyrir fræðandi kynningu um lög og reglur stjórnar Döff 55+. Við eigum eflaust eftir að leita til þín með spurningar ef við erum ekki viss um ýmis mál tengd Döff 55+.

Með kærri kveðju, 55+ deildin