Aðalfundur Félags heyrnarlausra 2020

  • 17.9.2020, 17:00 - 19:00, Félag heyrnarlausra

Aðalfundur Félags heyrnarlausra verður haldinn fimmtudaginn 17. september næstkomandi í félagsheimili Félags heyrnarlausra að Þverholti 14,105 Reykjavík.

Fundurinn hefst kl. 17:00 stundvíslega og stendur til kl. 19.00.

Dagskrá fundarins samkvæmt lögum Félags heyrnarlausra er eftirfarandi:

Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi
a) Formaður félagsins setur fundinn
b) Kosning fundarstjóra
c) Kosning ritara
d) Endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta almanaksár lagðir fram til samþykktar
e) Formaður les skýrslu stjórnar frá tímabili síðasta aðalfundar
f) Umræður um skýrslu stjórnar
g) Bornar upp tillögur er fyrir fundinn hafa verið lagðar
h) Kosning til varaformanns, eins aðalstjórnarmanns og tveggja annarra varastjórnarmanna.
i) Tillögur um lagabreytingar, ef fyrir liggja
j) Ákvörðun félagsgjalds
k) Önnur mál

Tillögur um lagabreytingar eða framsögu á fundinum þurfa að berast stjórn Félags heyrnarlausra í síðasta lagi viku fyrir auglýstan aðalfund eða 10 september 2020.

Samkvæmt samþykktum lögum félagsins 8. gr. liður c) skal framboðum til stjórnar skilað á skrifstofu, merkt aðalfundur 2020, kjörnefnd, eigi síðar en 21 degi fyrir boðaðan aðalfund eða 27. ágúst 2020

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu áskilur stjórn Félags heyrnarlausra að gera breytingar á dagsetningu aðalfundarins með skömmum fyrirvara skv. reglum almannavarna um samkomur.

http://www.deaf.is/umfelagid/um-felagid/log-felagsins/

Stjórnin