Árshátíð

  • 21.3.2026, 18:00 - 0:00, Grandi restaurant & bar

Árshátíð Döfffélagsins

Hvenær?   Laugardaginn 21.mars!

Klukkan hvað?  Klukkan 18:00 - 00:00

Hvar?  Veitingastaðurinn heitir Grandi restaurant & bar

Hvar á ég að skrá mig og borga?   Þú sendir email á deaf@deaf.is

Hvenær er síðasti dagur til að skrá mig og borga?  Síðasti séns er föstudagurinn 13.febrúar

Er þema?  Ó já, við elskum þema!  Árshátíðarþema er Gatspy.  

Axlarbönd, hattar, hanskar, slaufur, pípa, "sígaretta", fjaðrir og margt fleira. Verið dugleg að leita að myndum á google. 

Hvað kostar? Þetta er 3 rétta matseðill.  Fyrirfélagsmenn kostar 13.500 kr á mann. Fyrir þá sem eru ekki félagsmenn kostar 15.000 kr á mann. 

Hvað er í matinn?   

Í forrétt er rjómalöguð sjávarréttasúpa með þorsk og humar. 

Í aðalrétt er nautalund með kartöflugratín, bökuðum tómat og demi-glace. 

Í eftirrétt er heit súkkulaðikaka með hindberjasorbet.

Hvað geri ég ef ég er með ofnæmi, vegan, grænmetisæta eða eitthvað annað?  Þá lætur þú okkur vita og við björgum því. 

Er skemmtidagskrá?   Auðvitað! en hún er ekki alveg tilbúin. Ekki bíða - bara skrá! Þetta verður rosalega gaman!!