Dagur Döff 2016

Nú fer Dagur Döff að nálgast í lok helgar í september.

  • 23.9.2016 - 25.9.2016, 15:00 - 1:00, Félag heyrnarlausra

Alþjóðavika heyrnarlausra

Föstudagurinn 23. september
Klukkan 15:00 til 18:00 í Félagi heyrnarlausra

Litla biðstofan í Félagi heyrnarlausra verður opnuð eftir yfirhalningu. Í því tilefni er kjörið að gefa biðstofunni nýtt nafn og þvi efnum við til nafnasamkeppni þar sem öllum er frjálst að setja inn nafnatillögur í kassa föstudaginn 23.september. Kaffi og veitingar í boði hússins.

Laugardagur 24. september
Klukkan 12:00 til 15:00 í Félagi heyrnarlausra

Það verður málstofa um ábyrgð málhafa á tungumálinu sínu í tilefni þema Alþjóðaviku heyrnarlausra, Táknmál gerir mig að jafningja. Þrír fyrirlestrar verða um ábyrgð málhafa og útrýmingarhættu tungumálsins. Það verður enginn táknmálstúlkur á staðnum.

  • Á meðan við borum okkur í nefið
    Nathaniel Muncie, BA í málvísindum
  • Tvíeggja sverð
    Sigríður Vala Jóhannsdóttir, samskiptafræðingur
  • Kanntu sögu?
    Árný Guðmundsdóttir, táknmálstúlkur og ritstjóri SignWiki

Það verða vinnustofur eftir málstofuna. Við hvetjum ykkur öllu að mæta í málstofuna vegna þetta mál varðar okkur öll sem notum íslenskt táknmál í daglegu lífi. Léttar veitingar í boði hússins.

Klukkan 19:00 til 21:00
Það verða grillaðir hamborgarar að hætti Félags heyrnarlausra og hver hamborgari kostar 500 kr. Hægt verður að kaupa sér drykki á staðnum.

Klukkan 21:00 til 01:00
Það verður bjórkvöld sem ÍFH og Puttalingar sjá um og Gunnar Snær sér um spurningarkeppni. Til að taka þátt í spurningakeppninni þarf að koma með snjallsíma eða spjaldtölvu sem tengist á 3G/4G.

Við hvetjum ykkur að koma og hlökkum til að sjá ykkur.