Döffmót 2025
Dagsetning: 4. - 6. júlí 2025
Staðsetning: Vonarland, Stokkseyri
Döffmót 2025 fer fram í fallegu umhverfi Vonarlands rétt hjá Stokkseyri.
Þetta verður frábært tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á táknmálssamfélagi og njóta góðrar samveru.
Foreldrafélagið býður uppá pylsur og með því á föstudagskvöldið.
Deild 55+ verður með vöfflusölu laugardaginn kl.14-16.
Skemmtinefndin sem samanstendur af CODA börnum ætla að sjá um leiki og halda fjörinu uppi.
Ef áhugasamir sem vilja ekki gista á grasflötinni þá er hægt að hafa samband við staðhaldara Vonarlands og kanna með gistingu í smáhýsi eða sumarhúsi netfang: jonaola68@gmail.com