• Döffmót

Döffmót 2021

  • 9.7.2021 - 11.7.2021, Árnes

Döffmótið 2021 verður í Þjórsár/Árnes dagana 9.-11.júlí 2021


Tjaldsvæðið er í fallegu umhverfi við Kálfá. Rúmgóðar flatir með 60 rafmagnstenglum einnig góð hliðarsvæði. Þá er góð flöt fyrir minni hópa ( s.s. ættarmót) alveg við sundlaugina á staðnum. Á staðnum er fótboltavöllur, leikvöllur, gistiheimili og Árborg verslun / veitingar. Þjórsárstofa, veitingar / bar, Gestastofa – Visitor Centre, Upplýsingamiðstöð með margmiðlunarsýningu um Þjórsá og norðurljós og gagnvirkum skjáum með upplýsingunum um svæðið.

Hægt er að panta gistingu á gistiheimilinu Nónsteinn, þeir sem panta tvær nætur fá afslátt. Sendið póst á arnes@islandi.is
Nánari upplýsingar um tjaldsvæðið https://tjalda.is/arnes/

Dagskrá Döffmóts 2021
 
Föstudagur
19-20 Grillaðar pylsur í boði foreldrafélagsins
20 Döffmótssöngurinn
21 Símaleikur
Laugardagur
13 Fótbolti, snúsnú og leikir
15 Sund
17 Grill
19 Kvöldvaka
Sunnudagur
Heimferð