Jólahlaðborð og jólabingó

  • 9.12.2017, 12:00 - 17:00, Félag heyrnarlausra

Það verður jólahlaðborð og jólabingó í Þverholti 14 undir skipulag Döff 55+ og allir félagsmenn velkomnir. Salurinn opnar kl. 12:00 og maturinn hefst 12:30.

Táknmálsviðmót

Verð á félagsmann 6000 kr og ekki félagsmann 7000 kr. Síðasti dagurinn til að skrá og borga hjá Gunni í Félagi heyrnarlausra eða á deaf@deaf.is fyrir 4. desember.

Klassískt jólahlaðborð frá Múlakaffi

  • Þrjár tegundir af síldum með rúgbrauði og smjöri
  • Fennel grafinn lax með koníaks díll sósu og brauði
  • Þorskur í yuzu, soja og kóríander
  • Reyksoðin bleikja með grófkorna sinnepi og kryddjurtum
  • Hangikjöt með uppstúf, kartöflum og laufabrauði
  • Hreindýrabollurnar hans Hadda
  • Grafinn hrossavöðvi með bláberjasósu
  • Ferskt salat með graskersfræjum, furuhnetum og jóladressingu
  • Jólaskinka með eplasalati og sellerírót

Tvær kjöttegundir

  • Púrusteik
  • Kalkúnabringa

Meðlæti
Heimalagað rauðkál, grænar baunir, eplasalat, laufabrauð, rúgbrauð, smjör, brúnaðar kartöflur, sætkartöflusalat, rauðvínssósa og villisveppasósa.

Eftirréttir

  • Ris a la mandle með kirsuberjasósu
  • Súkkulaðikaka og rjómi
  • Cremé bruleé

Jólaöl (malt og appelsín) og kók verða selt. Fólk sem tekur þátt í jólabingó er velkomið að mæta í salinn kl. 14:30 áður en bingóið hefst stundvíslega 15:00.

Hlökkum til að sjá ykkur.