Landnámssýning

  • 15.9.2021, 16:00 - 18:00, Landnámssýning

Í vetur bjóða Borgarsögusafn og Listasafn Reykjavíkur upp á leiðsagnir um sýningar safnanna á ýmsum tungumálum í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi og fleiri aðila.

Miðvikudaginn 15. september kl. 16:00 verður döff leiðsögn um Landnámssýninguna, Aðalstræti 16. Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík og miðpunktur hennar er rúst landnámsskála frá 10. öld sem er varðveittur á sínum upprunalegum stað. Rústin fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu.

Margmiðlunartækni er notuð til að útskýra byggingarlag húsa á víkingaöld. Einnig er hægt að skyggnast inn í skálann með hjálp tölvutækni og ímynda sér hvernig lífi heimilisfólksins var háttað.

Leiðsögnin er ókeypis og öll sem tala táknmál hjartanlega velkomin á meðan húsrúm og fjöldatakmarkanir leyfa.

Sagan/Listin talar tungum er hluti af samstarfsverkefninu Tökum höndum saman á vegum Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur sem hlaut af Öndvegisstyrk safnasjóðs.