• Leikhús / Leikrit

Leiklistarnámskeið fyrir döff og coda börn á aldrinum 7 – 12 ára

  • 21.11.2019, 15:00 - 16:00, Félag heyrnarlausra

Video Hver kennslustund er 1 klst og farið verður í ýmsa leiklistarleiki þar sem áhersla er lögð á að þjálfa þætti eins og sköpunarkraft nemendanna, leikgleði, einbeitingu og samvinnu.

Mikið verður unnið með spuna og hugmyndaflug nemendanna sjálfra og þeim leiðbeint í að finna hugmyndum sínum farveg.

Þátttakendur námskeiðsins standa fyrir lítilli jólaskemmtun um miðjan desember, þar sem þau sýna listir sínar og fanga anda jólanna. Einnig búa þau saman til litla sýningu, sem þau sýna í lok námskeiðsins í alvöru leikhúsi í tengslum við afmælishátíð Döff félagsins.

Á sýningardaginn mæta nemendur í leikhúsið, fá þar búninga og förðun og æfa á sviðinu áður en sýning sjálf fer fram. Fjölskyldum nemendanna er boðið á sýninguna, endurgjaldslaust.

Leiðbeinandi námskeiðsins, Adda Rut, hefur yfir 10 ára reynslu í leiklistarkennslu og vinnu með börnum í leikhúsi, leikstjórn og táknmálstúlkun í leikhúsi.

Námskeiðsgjald fyrir hvern nemanda er 25.000 kr.

Hægt er að nýta frístundastyrk til að greiða fyrir námskeiðið og skráningar fara í gegnum heimasíðu Leynileikhússins með Nora kerfinu. https://leynileikhusid.felog.is/?fbclid=IwAR2PAyz6awoWoFr6AZ4BWLjPa3KvC_ACL8JaOhAwp3fXDguT0FIB6DwCgyE