Námskeið Endurmenntun HÍ
Langar þig að skilja betur sögu, menningu og baráttu döff? Viltu læra helstu hugtökin úr döff fræðum?
Á þessu námskeið verður farið yfir sögu döff, menningu og baráttu. Við skoðum hvernig saga döff hefur þróast og hvaða þættir skilgreina döff menningu. Réttindabaráttan verður skoðuð í sögulegu samhengi og um leið staða hennar í dag. Helstu hugtök verða útskýrð og rædd. Við gefum okkur líka tíma til umræðna og reynum að svara þeim spurningum sem brenna á þátttakendum.
Sjá nánar og skráningar á heimasíðu Endurmenntun Háskóla Íslands hér

