Sýning: Ilmur af jólum

  • 20.12.2022, 20:30 - 22:30, Hallgrímskirkja, 9.900

Endurtekuð sýning frá því í fyrra og verður með dásamlegu tónlistarfólki og táknmálstúlkum!

Tekið upp úr því sem Hera skrifaði til ykkur öllum, félagsmönnum!

Til mín koma FRIÐRIK ÓMAR minn góði vinur og meistari, hin einstaki látúnsbarki ARI ÓLAFS móðurgullið mitt HJÖRDÍS GEIRS & stelpuskottið mitt hún ÞÓRDÍS PETRA. Með mér verður einnig mitt magnaða lið meðspilara undir stjórn vinar míns og virtúóss HALLDÓR SMÁRA. Meistari SIGGI FLOSA, töframaðurinn DAVÍÐ SIGURGEIRS, dýrðlegi STRENGJAKAVARTETTINN LÝRA, mínar kæru ERNA HRÖNN & HEIÐA ÓLAFS styrkja & styðja í bakröddum, hinn mergjaði kór VIÐLAG að ógleymdum táknmálstúlkunum einstöku þeim MARGRÉTI AUÐI, INGIBJÖRGU & ÖDDU …ahhhhhh, get vart beðið!

Ég hlakka, sem fyrr, mikið til að fá að syngja inn jólin með mínum góðu gestum og samstarfsfélögum og vonast innilega til að sjá sem flesta í Hallgrímskirkju 20. desember kl. 20:30!

Kærleikskveðja,

Hera Björk