TegnTube vinnustofa

  • 6.3.2021, 10:00 - 14:00, Félag heyrnarlausra

TegnTube er verkefni sem miðar að börnum og ungmennum á aldrinum 12 til 20 ára frá öllum Norðurlöndunum. Þátttakendur verkefnisins munu vera á fjórum stafrænum vinnustofum í mars og apríl 2021. Þar verður kafað djúpt ofan í norrænu táknmálin, um leið og framleitt verður flott táknmálskennsluefni og spennandi sögur með aðstoð farsímanna. Myndskeiðin verða sett á TegnTube.com og á YouTube, svo að önnur börn/ungmenni geti einnig lært um táknmál og að þau eru tungumál sem töluð eru af ungu fólki um Norðurlönd.

Ert þú á aldrinum 12-20 ára, átt þú táknmálsbarn eða táknmálsungmenni á þessum aldri? Endilega að kíkja á heimasíðuna og skrá þig eða barnið/ungmennið!

TegnTube heimasíða