Örorka

Hvað er örorka?

Talað er um örorku þegar einstaklingur hefur takmarkaða starfsgetu svo sem vegna veikinda, lömunar, fötlunar o.fl. Örorka getur stafað af meðfæddum eiginleika en einnig vegna slyss eða veikinda síðar á lífsleiðinni.

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) vinnur að því að verja hagsmuni öryrkja og bæta aðstæður þeirra. Tryggingastofnun ríkisins (TR) og Lífeyrissjóðirnir tryggja öryrkjum greiðslur í formi örorkubóta. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ), Tryggingastofnun ríkisins (TR) og lífeyrissjóðirnir hafa tekið saman ýmsar upplýsingar um örorku og hvað nauðsynlegt er að hafa í huga þegar kemur að  því að sækja um örorkubætur.  

Á heimasíðu ÖBÍ segir: „Aðstoð læknis þarf til að sækja um örorkumat. Því næst þarf að kanna hjá TR og lífeyrissjóði/-um með örorkustyrk, endurhæfingar-/örorkulífeyri, makalífeyri, barnalífeyri og aðra greiðsluþátttöku.“ 

Sjá nánar: