Tryggingastofnun ríkisins

Örorkumat

Ef einstaklingur nær ekki fullum bata eftir veikindi eða slys er mikilvægt að sækja um örorkumat. Til þess að fá örorkumat þarf að fyrst að fara til læknis. Læknirinn fyllir út umsókn og skilar inn mjög ýtarlegu vottorði og upplýsingum um heilsufar viðkomandi einstaklings. Síðan þarf einstaklingurinn sjálfur að fylla út umsókn og spurningalista um færniskerðingu. 

Örorku-/endurhæfingarlífeyrir

Sá sem fær mat upp á 75% örorku hefur rétt á fullum örorkulífeyri. Oft er fyrst að veittur er réttur til endurhæfingarlífeyris eða tímabundins örorkulífeyris. Mikilvægt er að skila inn nákvæmri tekjuáætlun og skattkorti. 

Tekjuáætlun, greiðsluáætlun og endurreikningur

  • Lífeyrisþegar verða að gera nákvæma tekjuáætlun svo greiðslur örorkubóta berist til þeirra frá TR.
  • Greiðsluáætlun er send frá TR þegar einstaklingur byrjar að fá örorkubætur og svo fær hann yfirlit í byrjun hvers árs eftir það.
  • Endurreikningur: Þegar einstaklingur fær lífeyri greiddan er farið eftir tekjuáætlun sem skilað var inn.  Einu og hálfu ári síðar er sú tekjuáætlun endurreiknuð og borin saman við skattframtal einstaklingsins.

Þagnarskylda starfsfólks TR

Í lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar 4. mgr. 52. grein segir m.a: 

„Starfsfólk Tryggingastofnunar og umboðsmenn hennar [eða eftir atvikum starfsfólk sjúkratryggingastofnunarinnar]  skulu kynna sér til hlítar aðstæður umsækjenda og bótaþega og gera þeim grein fyrir ýtrasta rétti þeirra samkvæmt lögum þessum, reglugerðum settum á grundvelli laganna og starfsreglum stofnunarinnar." 

Einnig segir að því sé, „...skylt að gæta þagmælsku um atriði er það fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanns eða eðli máls. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi."

Sjá nánar: