Ársskýrsla 2014

Hér getur þú nálgast ársskýrslu framkvæmdastjóra, atvinnuráðgjafa, verkefnastjóra, markaðs- og fjáröflunarstjóra og verkefnis vegna réttarstöðu döff og félagstarfs frá árinu 2014.

Ársskýrsla framkvæmdastjóra 2014 

Heilir og sælir kæru félagsmenn. Síðasta árið var fjörugt og stóðu flutningar á nýju félagsheimili þar hæst. Miklar framkvæmdir við húsið og aðrir háir kostnaðarliðir hafa gert það að verkum að halda þarf vel á fjármálum félagsins á næstu árum og byggja markvisst upp varasjóð sem félagið getur átt til að mæta óvæntum kostnaðarliðum s.s. framkvæmdum við húsið eða aðra útgjaldaliði er snerta beint rekstur Félags heyrnarlausra. Þegar öllum framkvæmdum við húsið er nú lokið og eingöngu tveir nokkuð dýrir liðir eftir, þ.e. skipta um ofnastýrikerfi í húsinu og fjárfesta í borðum og stólum þannig að salurinn taki 120 manns í sæti.  Að þessu loknu þá er félagsheimili og skrifstofuaðstaða fullgerð og húsnæðið nýtt frá gólfi til lofts og þið eigið þetta skuldlaust gott fólk og megið vera stolt af því. 

Einnig höfum við náð að safna í varasjóð og erum með 30 milljónir króna bundnar í banka sem helst ekki verður hreyft úr á næstu árum, helst þurfum við hægt og rólega að styrkja þennan reikning þannig að félagsmenn eigi sterkan verðtryggðan varasjóð. 

Rekstur félagsins og þjónusta við félagsmenn er alltaf í endurskoðun og má segja að félagið hafi staðið í nokkrum kærumálum vegna brota á réttindum döff til táknmálstúlkunar og fleiri atriða sem Hafdís Gísladóttir og Ástráður Haraldsson lögfræðingur hafa unnið fyrir félagið. Flottir og öflugir hagsmunagæsluaðilar okkar þarna á ferð. 

Það er von mín að félagsmenn verði duglegir að nota félagsaðstöðu sína í salnum til að efla menningu og samveru döff, einnig þætti mér afskaplega vænt um að döff komi með tillögur um betra Félag heyrnarlausra því við munum alltaf kappkosta að félagið standi sig sem best á sviði félagsmála, jafnréttis og hagsmunamála og að félagið sé rekið á sem bestan hátt. 

Í lokin vil ég taka fram að hjá starfsfólki Félags heyrnarlausra eru engir fordómar gagnvart neinu af því fólki sem við vinnum fyrir og heildarhagsmunir döff er lykilstarf og markmið okkar í Félagi heyrnarlausra. 

Lifið heil 

Maí 2014 

Framkvæmdastjóri 

Daði Hreinsson 

Ársskýrsla atvinnuráðgjafa 2014 

Á síðasta ári  hefur gengið bara nokkuð vel í tengslum við atvinnumál, þó að enn sé mikið atvinnuleysi er þó enn hægt að finna vinnustaði sem eru tilbúnir til að ráð fólk til vinnu, en það getur tekið tíma.  

Vinnustaðasamningar TR hafa hjálpað mikið til við þessar erfiðu aðstæður. Það liggur fyrir að hér á Íslandi er lægsta tíðni atvinnuleysis heyrnarlausra á Norðurlöndum og hafa ráðgjafar annarra Norðurlanda leitað upplýsinga hjá Félagi heyrnarlausra varðandi samningana. Í dag eru um 32 virkir samningar sem hafa komist á með aðkomu Félags heyrnarlausra.  

Þá er líka aukning á vinnustaðarinnliti og eru nú c.a 5 vinnustaðir heimsóttir. Slíkar heimsóknir standa öllum til boða sem þess óska, það þarf bara að senda tölvupóst og óska eftir að fá innlit. Félag heyrnarlausra og Vinnumálstofnun hafa verið í auknu mæli í samvinnu varðandi vinnumiðlun.  

Enn virðist vera erfitt að finna störf fyrir fólk sem hefur frekari menntun en í sumum tilvikum hafa samningar greitt götu þeirra sem eru í atvinnuleit. 

Þess ber að geta að í dag eru oft mörg hundruð manns um hvert starf sem auglýst er og fólk þarf að vera mjög virkt í atvinnuleit. Ennþá er Félag heyrnarlausra í góðu samstarfi við þrjú fyrirtæki, Bauhaus, Next og Best Seller, þar sem fleiri en einn heyrnarlaus hefur fengið starf.  

 Auk þess hefur atvinnufulltrúi verið með fræðslu bæði í leik- og grunnskólum um CODA börn, séð um að skipuleggja sumarnámskeið fyrir döff og CODA börn. 

Inn á borð atvinnuráðgjafa hefur einnig borist beiðni um aðstoð við umsókn á húsnæði, atvinnuleit fyrir CODA börn. 

Laila Margrét Arnþórsdóttir  

Atvinnuráðgjafi 

Ársskýrsla verkefnastjóra 2014

 Ég tók við starfinu 8. janúar 2014. Ég er menntaður táknmálstúlkur og útskrifaðist frá HÍ í júní 2013. Ég er í 60% vinnu hjá félaginu og vinn frá 09:00-15:00 mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. 

Verkefnalýsingin mín er á þessa vegu: 

Símvarsla: ég svara símtölum sem berast til Fh og sé um að leysa úr erindu eða koma skilaboðum á rétta staði. 

SMS: Ef senda þarf sms til félagsmanna er það oftast ég sem sé um það, oft er það til að minna á viðburð sem framundan er hjá félaginu. Vil því nota tækifærið og benda á að það er mikilvægt að öll farsímanúmer séu rétt og ég fái að vita af öllum breytingum. 

Núverandi og nýja heimasíðan: Heimasíðurnar eru báðar að miklu leyti í minni umsjá, þegar þessi skýrsla er skrifuð er enn verið að vinna að nýrri heimasíðu sem opnuð verður fljótlega. Núverandi heimasíða er ekki sú besta en þar reynum við að setja inn allar nauðsynlegustu upplýsingarnar sem og allar fréttir. Mikil vinna hefur farið í nýju heimasíðuna bæði í uppsetningu, halda íslensku stöfunum inni og samskipti við erlenda aðila sem sjá um þetta fyrir Fh. Það verður gaman að sjá þegar nýja síðan verður tilbúin en það má búast við því að eitthvað vanti þar inn svona fyrst um sinn, en markmiðið er að hafa síðuna sem aðgengilegasta fyrir alla og allar ábendingar verða teknar til greina. 

Facebook: Á facebook síðu félagsins er sett inn helstu fréttir, tilkynningar og viðburði sem framundan eru. 

Félagatal: Ég held utan um félagaskrá og fylgist með hvað það eru margir skráðir, hverjir eru yfir 60 ára, hverjir hafa greitt félagsgjöldin og ef eitthvað þarf að uppfæra, svo sem eins og heimilisfang, þá er fólki bent á að tala við mig svo ég geti breytt því jafnóðum. 

Tölvupóstur: Ég sé um tölvupóst félagsins deaf(hja)deaf.is og svara þar eins fljótt og hægt er og sendi póst áfram til þeirra sem erindið á best við. Eins sé ég um að senda tölvupóst á félagsmenn þegar það á við. 

Svarbox: Er þjónustufulltrúaþráður og er í raun sambland af tölvupósti og facebook spjalli. Það er ekki mikið notað en kemur fyrir annað slagið. 

Dagatal: Ég sé um að búa til dagatal fyrir hvern mánuð og setja þar inn viðburði sem eru framundan hjá félaginu, einnig bý ég til dagatal í samstarfi við Önnu Jónu, fyrir aldraða og set þar inn að auki viðburði sem eru framundan í Gerðubergi. 

I-pad: Einnig er ég með I-pad til að notast við þegar fólk vill hafa samband við mig á skype, en það virðist vera minnihluti sem notar skype og fólk vill frekar nota facebook spjallið eða tölvupóstinn. Ég er ekki búin að fastsetja neina tíma til skype notkunar en félagsmenn geta alltaf haft samband og við finnum tíma í sameiningu. 

Happdrættis- og pennasala: Ég úthluta sölumönnum miða/penna, skrái það niður, held utan um skráninguna og geri upp við þá sölulaunin. 

Eldhús: Ég sé um að halda eldhúsinu hreinu sem og kaffiaðstöðunni frammi. Eitthvað vesen hefur verið undanfarið á uppþvottavélinni og ég hef 2x lent í því að þurfa að vaska allt leirtauið upp. 

Salurinn:Ég sé um að halda utan um bókanir fyrir útleigu á samkomusalnum og hafa samskipti við leiguaðilann og Anney þegar einhver hefur bókað salinn.  

Döffblaðið: Þegar döffblaðið kom út í febrúar sá ég um að dreifa því til félagsmanna og styrktaraðila, sem og til Norðurlandanna. 

Önnur störf: Hluti af starfi mínu er hústúlkun, það hefur ekki mikið reynt á það ennþá en þó koma til mín aðilar og biðja mig um að hringja fyrir sig eða skrifa bréf, svo dæmi sé tekið. Svo tek ég að mér  önnur störf sem framkvæmdastjóri felur undirritaðri.  

Samvinna við félagsmenn: Ég er öll að vilja gerð að koma á móts við félagsmenn, bara að hafa samband og við reynum að finna lausn eins fljótt og hægt er. 

Að lokum: Ég er þakklát fyrir það tækifæri sem mér er gefið til að vinna hér í Þverholtinu og er enn að móta starfið mitt svo hægt sé að finna öllum verkefnum jafnt pláss en stundum koma tímabil þar sem annað gengur fyrir og ég vona að í haust verði þetta komið í góðan farveg. Félagsmenn mega vera stoltir af nýja húsnæðinu sínu og ég óska þeim til hamingju með Þverholt 14. Í Þverholtinu er ég að vinna með yndislegu fólki sem er allt að vilja gert til að hjálpa mér og hvort öðru og það er gulls ígildi. 

Maí 2014 

Gunnur Jóhannsdóttir  

Verkefnastjóri 

Ársskýrsla markaðs- og fjáröflunarstjóra 2014 

Starfsvið mitt sem markaðs- og fjáröflunarstjóri er að hafa umsjón með að fá happdrættisölufólk, pennasölufólk ofl., einnig sé ég um að safna fjárframlögum frá fyrirtækjum. 

Happdrætti 

Ég sé um að skipuleggja sölusvæði happdrættisins og skipta því á milli sölumanna, einnig þarf ég að fylgja því eftir. Sett eru fram markmið og sölumenn og sölustjóri þurfa að fylgja þeim eftir og vinna að því að gera góða sölu enn betri. Gott samstarf við sölumennina skiptir öllu máli, jákvæðni og réttar upplýsingar eru aðalatriðið fyrir góðri sölu. Happdrættissalan hefur stórbatnað og hefur verið góð það sem af er þessu ári. Stefnt er að því að móta betra upplýsingaflæði á milli sölumanna og sölustjóra til að gera söluna sem besta. 

Pennasalan 

Salan til skólana úti á landi hefur lofað góðu og það selst vel þangað, nokkrir heyrnarlausir sölumenn selja penna þegar engin happdrættissala er í gangi og hefur salan hjá þeim gengið ágætlega. 

Fjárframlög fyrirtækja 

Söfnunin fyrir útgáfu Döffblaðsins og auglýsingar fyrir baráttumál hafa gekk vel á árinu 2013 en alltaf kemur einhver lægð inn á milli eins og gera má ráð fyrir vegna ástandsins í íslenska samfélaginu. En styrktarsöfnunin hefur stórbatnað, það koma inn tekjur og kostnaður fyrir félagið minnkar og það lofar góðu. 

Framkvæmd við Þverholt 14 

Undirritaður hafði yfirumsjón með framkvæmdum við Þverholt 14, öllum útgjöldum var reynt eftir bestu getu að hafa í lágmarki. Framkvæmdir hafa gengið mjög vel og góð samvinna var þar í aðalhlutverki, en þess má geta að langflestir sem komu að framkvæmdunum voru döff. 

Bestu þakkir fá allir þeir sem komu að framkvæmdunum á einhvern hátt. Jóhann Ragnar smiður sá mest um smíðaverkin, Róbert Axelsson sá um að leggja flísar á snyrtingunum, Guðmundur og Bernharð sáu um raflagnir, Tadeusz Jón Baran, Stefán Hendriksen, Jóel Eiður Einarsson og Baldur Hauksson sáu um málningavinnu á gluggunum salnum sem og önnur störf. Allt gekk eins og í sögu, eina sem vantaði var döff pípulagningamaður og hvetur undirritaður döff til að skoða nám í pípulagningu, gott væri ef döff ætti iðnaðarmenn úr sem flestum iðnaðargreinum. Það er auðvitað eftir að klára að hnýta einhverja enda á framkvæmdunum en að mestu leyti er allt orðið klárt. Döff á gott húsnæði og vonandi ná félagsmenn og starfsfólk að nýta sér það vel í framtíðinni. 

Skýrslan verður ekki mikið lengri, árið 2013 var gott, þó að ég hafi lent í erfiðu persónulegu áfalli við fráfall móður minnar, einnig voru Ól í Búlgaríu og Alþjóðamót í keilu allt á sama árinu en ég lét það ekki stoppa mig, allir þurfa að halda áfram með lífið og stefna fram á við. Aðalatriðið er samvinna og að allir vinni saman. 

“Góð samvinna er góður árangur.“  Að lokum vil ég segja þúsund þakkir til þeirra sem lögðu sitt að mörkum við framkvæmdir á húsnæðinu og þakkir til sölumanna sem hafa verið duglegir í sölunni, allir eru frábærir en engin eins frábær eins og á sínu sviði. 

Maí 2014 

Þröstur Friðþjófsson 

Markaðs- og fjáröflunarstjóri 

Helstu verkefni vegna réttarstöðu döff 

Á síðasta ári hafa mál er varða rétt til túlkaþjónustu verið áberandi. Þar á meðal má nefna rétt til túlkaþjónustu vegna læknismeðferðar erlendis. Sjúkratryggingar Íslands höfðu hafnað beiðni um greiðslu fyrir táknmálstúlk vegna læknismeðferðar döff einstaklings á erlendu sjúkrahúsi. Var sú ákvörðun kærð til úrskurðarnefndar almannatrygginga sem komst að þeirri niðurstöðu að Sjúkratryggingar Íslands ættu að greiða fyrir fylgd táknmálstúlks.  

Jafnframt er unnið að máli er varðar rétt döff til túlkaþjónustu í einkareknum háskóla.  

Háskóli hafnaði greiðslu táknmálstúlks vegna náms döff nemenda við skólann. Sú ákvörðun var kærð til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sem vísaði málinu frá á þeim forsendum að málið félli ekki undir skilgreind verkefni nefndarinnar. Í framhaldi af því var málið kært til mennta- og menningarmálaráðherra sem hefur málið til meðferðar.  

Í september á síðasta ári voru sendar nokkrar kærur til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna synjunar Samskiptamiðstöðvar á endurgjaldslausri túlkaþjónustu. Synjun Samskiptamiðstöðvar byggði á því að þar sem ekki væri til meira fjármagn til að veita endurgjaldslausa túlkaþjónustu væri ekki hægt að veita þjónustuna. Ráðuneytið staðfesti ákvörðun Samskiptamiðstöðvar auk þess sem mennta- og menningarmálaráðherra veit viðbótarfjármagn til Samskiptamiðstöðvar til að veita endurgjaldslausa túlkaþjónustu. 

Samskipti við Reykavíkurborg og forsvarsmenn sambýlisins að Lækjarási hafa haldið áfram og hefur ekki fengist niðurstaða í því máli þrátt fyrir ítrekanir félagsins. Forsaga málsins er sú að í auglýsingu þar sem óskað var eftir starfsfólki til starfa á sambýlinu var ekki gerð krafa um kunnáttu í íslensku táknmáli en kunnátta í tákn með tali talin æskileg. Þótti félaginu að með þessari auglýsingu hafi verið fallið frá fyrri áherslum um að veita íbúum sambýlisins málumhverfi á táknmáli.  

En vonast til að niðurstaða liggi fyrir á þessu ári. 

Einnig hef ég sinnt málefnum einstaklinga sem leitað hafa til mín og hefur þeim erindum verið fylgt eftir með skriflegu erindi.  

Að lokum má nefna bréfaskrif og gerð minnisblaða til stjórnvalda sem og athugasemdir við lagafrumvörp sem ég hef unnið að beiðni formanns. 

Reykjavík, 22. maí 2014  
Hafdís Gísladóttir 

Ársskýrsla félagsstarfs eldri borgara döff 55 ára + 

Félag heyrnarlausra 

Í Norðurlandamóti aldraðara heyrnarlausra  sem haldið var hér á Íslandi í Hveragerði í fyrra sumar, 28 júli – 3 ágúst 2013.  Þetta var stór hópur alls 91 sem komu frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Það gekk allt svo vel.  Einnig komu táknmálstúlkar frá hverju Norðurlandi.   

Allir  þátttakendur voru ánægðir og fóru heim með bros á vör eftir norðurlandamóti aldraða. 

Óvissuferð 

Það er orðin hefð hjá  eldri borgari Döff  Fh sem fara á óvissuferð á vorin. 24 manns fóru í bíltúr út í óvissuna og fóru í Víkingar í Hafnarfirði og borðuðu þar.  

Kaffisala 

Eldri borgari döff sjá um kaffi 2x á mánuði í Fh. 

Jólahlaðborð 

Stjórn eldri borgari döff sá um jólahlaðborð Fh 2013 eins og vanalega á síðustu árum.  Allir aldurshópar eru velkomnir. 

 Stefnumót eldri borgari döff 

Félagsmenn eldri borgari döff mættu á fund í mars um stefnumót SVOT (styrkleikar, tækifæri, veikleiki, ógnanir) um hvernig sé hægt að bæta þjónustuna fyrir þau.  Við stjórnin ætlum að vinna og greinar niður SVOT nú í haust.  

 Stjórn Eldri borgari Döff 55 ára + 

- Formaður Júlía Hreinsdóttir 

- Vara formaður Ingibjörg Andrésdóttir (Didda) 

- Meðstjórn  Þórdís Unnur Þórðardóttir og Vilhjálmur Vilhjálmsson 

- Ritari Hjördís Haraldsdóttir 

- Anna Jóna Lárusdóttir situr fundi, vegna tengsla sinna við Gerðuberg. 

Stjórnarfundir eru haldnir á 1-2 mánaðafresti 

Gerðurberg 

Anna Jóna Lárusdóttir sem sér um eldri borgari döff í Gerðubergi á þriðjudögum og fimmtudögum. Þau borðuðu þar með eldri borgari heyrandi hóp. Bæði heyrandi og döff ferðast saman og samstarfið hefur gengið vel, en táknmálstúlkur er á staðnum. 

Anna Jóna var í sumarfrí  1 júlí og byrjaði að vinna aftur í byrjun september. 

Forstöðukona Gerðurbergs dó skyndilega og mikil eftirsjá er af henni hjá eldri borgurunum, hún átti í góðu samstarfi við þau. Þau voru aftur heppin með nýju forstöðukonuna sem byrjaði að vinna um áramótin.  Hún tók vel á móti aldraða döff.  Hún hvetjur döff eldri borgara að fara meira út á við í þjóðfélaginu og skoða stofnanir og staði  sem þau hafa áhuga á að skoða, vegna þess að þau misstu af í æsku vegna einangrunar og táknmálsbannsins. Nú hafa þau meiri sveigjanleika og geta ráðið hvert þau fara að skoða og hvernig vettvangsferðirnar eru. Hér má sjá punkta um hverjar vettvangsferðirnar voru á þessu ári: 

 • Þjóðminningarsafnið með túlk og kaffi 

 • Útvarpshúsið með túlk og kaffi í Perlunni 

 • Digraneskirkja með túlk. Prestur bauð þeim upp á kaffi.  Skoðuðu húsið hennar Rasmus, fyrrverandi skólastjóra í Stakkholti sem býr rétt hjá Digraneskirkju, húsið heitir Barmahlíð.  Þau skoðuðu í kringum húsið hennar. Barnabarn  Rasmus heimsótti Gerðuberg og bauð þeim í kirkju og skoða húsið hennar Rasmus. 

 • Heimsækja elliheimilið Mörk og kaffi. 

 • Lækjarbrekka - kaffi og pönnukökur. 

 • Gamla-Rafstöðin með túlk. Kaffi í Húsgagnahöllinni. 

 • Miyako bauð hádegismat. 

 • Táknsmiðjan og kaffi 

 • Aftur til Digraneskirkju og gróðsett tré rétt hjá þar sem Rasmus húsið er, milli Barmahlíðar og Digraneskirkju, trén sem voru gróðursett heita Heggurblóm, Kópvogsbær hjálpaði við gróðursetninguna. 

 • Döff og heyrandi eldri borgarar í ferðalag til Hvanneyrar,  Reykholt og borðuðu súpu í hádeigsmat á veitingastaðnum Nes. Skoðuðu geitur á Háfelli í Hvítársíðu, síðan lá leiðin í Húsafell þar sem borðaður var kvöldverður. Þau ferðuðust frá kl 10.00 um morguninn og komu heim um kl. 23.00. 

 • 20 maí, verður skoðunarferð í Álafoss og Ásgarður sem þroskaheftir smíða allskonar hluti og kaffi á eftir. 

Atburðir: 

 • Brynja  Vigdís, presturinn okkar, kemur í Gerðuberg einu sinni á mánuði með túlk. 

 • Nokkrir döff  fóru á tölvunámskeið í Gerðuberg með túlk. 

 • Boccia  annan hvern þriðjudag með túlk 

 • Túlkur kemur á þriðjudögum og fimmtudögum, til að sýna eldra fólkinu hvernig á að nota símatúlk en þau eru ekki vön að nota símatúlk, það hefur gengið vel, stefnt er að halda áfram æfingum með símatúlkun á Skype næsta haust.  

 • Skemmtiferðaskip Noregs  á næsta ári er í undirbúningi 

DAS 

Döff karlar heimsækja döff aldraða í DAS á miðvikudögum kl. 14.00.  DAS býður þeim í kaffi og kökur. Þórdís vinnu þar ennþá og sér um döff aldraða. 

 Maí 2014 

Júlía Guðný Hreinsdóttir 

Formaður 

Ársskýrsla frá janúar 2013 til maí 2014. 

Ég er liðsmaður 70% fyrir öryrki og aldraðir heyrnarlausra sem 

7 einstaklingur.  Ég var fastráðinn Liðveisla hjá Reykjavíkurborg 

frá maí 2013.  Oft samvinna með Félag heyrnarlausra. 

Hvað gerir tímabilið frá janúar 2013 til maí  2014: 

Þjónustuþegi var bráðkvaddur í mars 2013. 

Ég var liðsmaður fyrir þjónustuþegi með Norrænmót Aldraðir heyrnarlausra á Íslandi í júli 2013. 

Fer oft til Gerðuberg með þjónustuþegi. 

Þjónustuþegi er nú hvílaherbergið hjá Eir í Grafavogur og að bíða eftir pláss fyrir aldraðirheimili með táknmálumhvefi og möguleika í DAS Hrafnista. 

Vilhjálmur G. Vilhjálmsson 

Liðsmaður 

Ársskýrsla frá formanni Puttalinga frá júní 2013 til maí 2014 

September: Við höfðum aðalfund og Karen var körin inn í meðstjórn og Áslaug Ýr varameðstjórn. Inni í puttalingar sitja Kolbrún, Unnur, Karen Eir og Áslaug Ýr. 

Október: Byrjuðum við með fyrsta dagskrá en ákveðum að hafa hann lokaðan fyrir unglinga í Hlíðaskóla, fá þau til að kynnast puttalingar og sjá hvernig hann virkar. Buðum þeim upp á pizzu og fórum í leiki 

Nóvember: Aftur lokaður hópur Hlíðaskóla pizzakvöld og leikur.   

Það var bjórkvöld fyrir 18+ og Halloween var þemað 

Desember: Jólaball í samstarfi við litlu puttalingar líka 

Janúar: Pizzakvöld og leikur og nú var þetta fyrsta opinn dagskrá þar sem allir voru velkomnir og einnig Hlíðaskóla krakkar og var þetta góð mæting. Þetta var tilraun hjá okkur til að reyna að fá fleiri unglinga inn í Puttalingar og það hefur virkað með svona lokaðan hóp fyrr. 

Febrúar: Fórum í Bogfimi, góð mæting. 

Mars: Skautaferð í skautahöllinni, léleg mæting. 

Apríl: Kolbrún og Unnur fór til Noregis í Dnur fund fyrir hönd Puttalingar. 

Maí: Var farið í sumarbústað og í samstarfi við foreldrafélagið heyrnarlausra. Þau gáfu okkur styrk upp á 150 þúsund og var þetta mjög góð mæting bæði foreldra og börn og gist var í Munaðarnesi. 

Maí 2014 

Kolbrún Völkudóttir 

Skýrsla HLDI ´94 

Ekkert var planað fyrir árið 2013, en á þessu ári þá er homma og lesbíu hátíð hér á Íslandi. Hátíðin verður haldin dagana 27-30. júlí. 

Maí 2014 

Formaður HLDI´94 

Þórhallur Arnarson