Ársskýrslur 2021

Hér getur þú nálgast ársskýrslur stjórnar og starfsfólks frá árinu 2020 til 2021 og ársreikning 2020.

Hagsmuna- og baráttumál

 • Kærumál hjá kærunefnd jafnréttismála vegna atvinnu. Félagið kærði synjun á atvinnuviðtali hjá félagsmanni, kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði í lok árs 2020 og stjórn félagsins sendi bréf á forsetisráðherra vegna niðurstöðunnar sem var sú að ekki var gerð athugasemd við synjunina. Stefnan er að fá afstöðu forsetisráðherra við aðgengi og jafnrétti þeirra sem tala ÍTM að atvinnulífi á Íslandi.
 • Textamál, nýr þjónustusamningur Mennta- og menningarmálaráðuneytisins lok árs 2020 sem kveður á að RÚV eigi að búa til aðgengisstefnu. Fundur 9.mars 2021 með fulltrúum RÚV og Félags heyrnarlausra þar sem sjónarmiðum félagsins var komið fram. Texta allt innlent efni, táknmálstúlkaðar kvöldfréttir og mikilvægi táknmálsfrétta. Rætt um Tiro og samkvæmt RÚV vantar mannskap og fjármuni til að koma textanum í spilarann hjá RÚV. Stofngjald er 50þús dollara og síðan mínútugjald. Möguleiki að koma textanum á vefinn hjá RÚV. Menntamálaráðherra hefur látið í ljós vilja að koma textamálum í lag á árinu 2021. Setti saman vinnuhóp ársbyrjun 2020 en vegna heimsfaraldursins hefur málið farið neðst á bunkann hjá ráðuneytinu en ítrekunarbréf frá félaginu hefur verið sent þar sem ítrekð er að vinna áfram með textun á innlendu efni. Samkvæmt RÚV er áætlað að kynna aðgengisstefnuna í maílok 2021 og kallað verður þá á hagsmunaaðila til umsagnar.
 • Frumvarp til laga um fjarskipti, fundur með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis 27.nóvember 2020 þar sem farið var yfir umsögn félagsins við frumvarpinu. Vel tekið í athugasemdir félagsins þar sem áhersla var á tilskipum EES með fjarskiptatúlkun og rittúlkun.Nefndin á eftir að skila af sér nefndaráliti og félagið ásamt lögfræðingi fylgir málinu eftir.
 • Kæra til mennta- og menningarmálaráðherra vegna synjunnar á ákvörðun leikskólans Sólborgs að veita barni þjónustu á ÍTM 16. apríl 2021. Gögn frá árinu 2020 með samskiptum foreldra við leikskólann sem nýtt er til kærunnar þar sem farið er fram á að tryggja að barn sem talar ÍTM fái að njóta leikskóla með ríku ÍTM umhverfi.
 • Félagið tók þátt í samstarfi við málnefnd um ÍTM tók þátt í samstarfi við málnefndir í norðurlöndum að skoða stöðu þeirra sem reiða sig á táknmál, réttindi barna að táknmáli og menntun. Lögfræðingur í Svíþjóð sem hefur unnið við gerð skýrslunnar í samstarfi við lögfræðinga í Norðurlöndum. Skýrslan verður kynnt í lok ársins 2021.
 • Frumvarp til laga um endurskoðun á stjórnarskránni. Félagið sendi umsögn og greinargerð að hafa ÍTM í stjórnarskránni. Fundur hjá stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis 22.mars 2021 þar sem formaður ásamt lögfræðingi ítrekuðu umsögn og greinargerð félagsins að tryggja að ÍTM verði sett í stjórnarskránni. Skv.79. gr. stjórnarskrárinnar þarf hún að gerast í tveimur lotum. Ef Alþingi samþykkir frumvarpið þarf að boða til kosninga. Frumvarpið hefur farið í gegnum 1 umræðu hjá Alþingi og síðast til umfjöllunar hjá nefndinni 23.mars.
 • Málstefna ÍTM, mennta- og menningarmálaráðherra skipaði starfshóp í byrjun árs 2020 til að vinna að málstefnu ÍTM. Starfshópurinn skilaði af sér málstefnunni í byrjun mars og átti fund með ráðherra og kynnti málstefnu fyrir ráðherra og starfsfólk ráðuneytisins. Málstefnan með áætlun til 2024 er núna stödd hjá ráðuneytisstjóra og hefur fengið góðan hljómgrunn og munu hagsmunaaðilar ÍTM fylgja málinu eftir.
 • Frumvarp til laga um réttindi sjúklinga, félagið sendi umsögn sem snérist um það að tryggja þurfi að rétturinn sé hjá sjúklingi að óska eftir táknmálstúlki ásamt því að aðstandendur sem nota ÍTM njóti líka þeirra réttinda. Fundur hjá velferðarnefnd Alþingis 14.apríl þar sem rætt var um umsögn félagsins. Nefndin á eftir að skila af sér nefndaráliti. Félagið vonast til að það komi fram að taka þurfi betur utan um réttindi sjúklinga sem tala ÍTM.
 • Frumvarp til laga um persónuvernd, félagið sendi umsögn þar sem hún fagnar þeim breytingum sem eru lagðar til á lögum um persónuvernd. Fundur með allsherjar-og menntamálanefnd 29.apríl 2021 þar sem rætt var um umsögn félagsins. Þær breytingar sem lagðar eru fram tryggir betur aðgengi að þjónustu og ráðgjöf hjá SHH frá vöggu og að SHH geti sinnt lögbundnum skyldum sínum.
 • Endurskoðun á lögum SHH í bígerð, félagið er tilbúið með að þrýsta á endurgerð/breytingu á lögum um SHH þegar ljóst er hver verður menntamálaráðherra haustið 2021.
 • Félagið sendi umsögn til Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vegna reglna við innritun og útskrift nemenda á táknmálssviði Hlíðaskóla.
 • Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði í málnefnd um ÍTM ársbyrjun 2020 og félagið tilnefndi Árna Jóhannsson sem fulltrúa félagsins í nefndinni.
 • ÖBÍ, fulltrúar félagsins hafa tekið þátt á formannsfundum, notenda- og samráðsfundum, stefnuþingi og aðalfundi ÖBÍ.

Hagmuna- og baráttumál ÍTM
Erlend samstarf

 • DNR, fjarfundur nóvember 2020 og maí 2021. Rætt um stöðu samtakanna á norðurlöndum í ljósi heimsfaraldursins, stöðu táknmálsbarna í menntakerfinu, kærumál hjá döff í Svíþjóð sem tekið var upp hjá MDE, samstarf DNR við NTN um verkefnið Tegntube og framhald á verkefninu, umræður um tækifæri Döff til atvinnu á norðurlöndum og hvernig beita eigi fyrir sér hvernig og hvenær á að kalla Döff til samráðs þegar um er að ræða málefni Döff í stjórnsýslunni.
 • EUD, aðalfundur október 2020 og aukaaðalfundur febrúar 2021 (fjarfundur). Á aukaaðalfundinum var rætt um stöðu varaformanns EUD sem sagði af sér vegna starfa sinna á þingi í sínu heimalandi sem vinnur á móti gildum og mannréttindasjónarmiðum EUD. EUD hefur beitt fyrir sér að opna umræðu og gefa intersectional tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum fram.
 • WFD, Hjördís Anna Haraldsdóttir stjórnarmaður Fh á sæti í stjórn WFD. Fjarfundir hafa verið hjá þeim undanfarið, árið 2021 er 70 ára afmælisár hjá WFD og í því tilefni hefur WFD staðið fyrir og skipulagt málþingi á netinu og gefið aðildarfélögum leiðbeiningar með umfjöllun á ýmsum baráttumálum t.d á degi heyrnarinnar í mars.

Erlent samstarf ÍTM

Önnur verkefni

 • ÍTM appið kom út í febrúar á appstore, enn í vinnslu að koma því í playstore.
 • Vinnustofa fyrir ÍTM börn, ÍTM börn tóku þátt í vinnustofu einn laugardag í mars þar sem þau fengu að fræðast um ÍTM, sögu ÍTM á Íslandi, Döffmenningu og Döffgróða.
 • Jólastund, í ljósi heimsfaraldursins ákvað stjórnin að bjóða félagsmönnum jólastund rafrænt. Hanna Lára Ólafsdóttur tók verkefnið að sér fyrir félagið, vakti þetta mikla lukku.
 • Dagur ÍTM, á degi ÍTM var sýnt táknmálsstund þar sem forunnin efni var frumsýnt á heimasíðu félagsins. Hægt er að nálgast efnið á heimasíðu félagsins. Hanna Lára var verkefnastjóri verkefnisins.
 • Félagið var í stöðugu sambandi við Almannavarnir til að tryggja ÍTM á upplýsinga og blaðamannafundum Almannavarna og ríkisstjórnarinnar og að mikilvægustu upplýsingar um Covid væru á ÍTM á heimasíðunni www.covid.is
 • Félagið átti fund með fulltrúum sveitarfélaga Höfuðborgarsvæðsins þar sem lagður var grunnur til að tryggja velferðarþjónustu Höfuðborgarsvæðisins með miðlægri félagsþjónustu fyrir Döff hjá táknmálstalandi ráðgjafa hjá Rvk.borg. Félagið fylgir málinu eftir og stefnir á að þetta verði komið á fót í árslok 2021.
 • Allir leikskólar á landinu fengu stafrófið á ÍTM á plakati og Táknmálsdrekinn fylgi í framhaldi í heimsóknir til leikskóla til að kynna táknmálið sem hluti af kynningunni.
Önnur verkefni ÍTM

Skýrsla starfsfólks

Af árinu 2020 til dagsins í dag sem er maímánuður 2021 má segja að allt hafi helgast og einkennst af Covid-19 faraldrinum og höfum við hjá Félagi heyrnarlausra fundið vel fyrir honum í öllum þeim störfum sem félaginu viðkemur. Þegar faraldurinn gaus sem hæst þá skiptum við starfsliðinu niður á að vinna heima og að hluta á skrifstofunni auk þess sem opnunartímar voru styttir, án þess þó að grunnþjónusta félagsins hafi skerst og þökkum við þeim félagsmönnum sem hafa leitað þjónustu hjá félaginu á þessum tímum þá þolinmæði og sveigjanleika vegna breyttra opnunartíma. Þá lenti happdrættissalan í vandræðum á síðasta ári og þá sérstaklega vorsalan þegar öllu var skellt í lás og við þurftum að koma erlendu sölumönnunum til síns heima með flugi sem erfitt var að finna og með mörgum breytingum á flugi vegna þess að endalaust var verið að fella þau niður eða breyta. Komust þeir heim með því að fljúga til Írlands, þaðan til Muchen í þýskalandi og svo til Prag. Við fengum íslenska sölumenn til að taka söluátak í maímánuði þegar aðeins slaknaði á samkomutakmörkunum og vil ég þakka þeim sem að komu fyrir dugnað og góða sölu við erfiðar aðstæður sem bjargaði aðeins frá miklu hruni – vel gert og takk! Með sölu hausthappdrættisins komu sölumennirnir aftur frá Tékklandi enda var ástandið þá gott en versnaði hratt og voru settar hertar samkomutakmarkanir í Reykjavík síðasta haust sem gerði það að verkum að við þurftum að hætta sölu á höfuðborgarsvæðinu í einhverjar 3-4 vikur. Þar sem samkomutakmarkanir voru ekki hertar eins mikið á landsbyggðinni sendi félagið erlendu sölumennina út á land og voru þeir í sölu þar allt þar til samkomutakmörkum var slakað í Reykjavík að við hófum aftur sölu á höfuðborgarsvæðinu. Allar þessar breytingar og haftir hafa auðvitað haft áhrif á söluna en rosalega er gott að hafa fólk með sér í vinnu sem er opið og sveigjanlegt og þannig hefur þetta getað gengið nokkuð áfallalítið.

Verst er þó með félagslífið að ekkert er hægt að bjóða upp á og söknuður að sjá ekki fólkið hér í FH í svo langan tíma. Fengum við Hönnu Láru til að gera tvo þáttaraðir með skemmti og menningarefni fyrir döff sem heppnaðist mjög vel og ekki að heyra annað en félagsmenn döff hafi verið mjög ánægðir með dagskránna hjá Hönnu Láru og sjáum við hér í FH möguleika á áframhaldandi þáttagerð fyrir netið. Við ætlum líka, strax og covid boðum og bönnum verður aflétt í ágúst vonandi að bjóða félagsmönnum í gott partý í FH og þjappa liðinu saman fyrir komandi lifandi og skemmtilega tíma næsta haust.

Með kveðju frá starfsfólki Félags heyrnarlausra

Myndband ÍTM ársskýrsla starfsfólk

Arsreikningur-Fh-2020