Ársskýrsla aðalfundur 2025
Ársskýrsla stjórnar Félags heyrnarlausra fyrir aðalfund 2025
Hagsmuna- og baráttumál
Stjórn Félags heyrnarlasura hefur unnið náið með lögfræðingi félagsins að ýmsu málefnum sem snúa að réttindum döff og táknmálsfólks.
Túlkun í atvinnulífi
Stjórn Félagsins sendi frá sér minnisblað varðandi túlkun í atvinnulífi eftir gagnaöflun með túlkun í atvinnulífi á Norðurlöndum ásamt niðurstöðum frá úrskurðarnefnd jafnréttismála eftir kæru félagsins vegna túlkunnar í atvinnu. Engin viðbrögð hafa borist frá forsætisráðuneytinu. Stjórn félagsins tók þá ákvörðun að fá lögfræðing til að setja saman frumvarp til laga og fá þingmann til að leggja það fram á haustþingi 2025.
Endurgjaldslaus túlkun
Stjórn samþykkti að styðja við eitt prófmál vegna endurgjaldslausa túlkun
Niðurstaðan er sú að ákvörðun SHH um að synja endurgreiðslu er staðfest. Það að synja um túlkun þar sem enginn túlkur sé laus, hafi verið stjórnvaldsákvörðun sem SHH hafi borið að leiðbeina um kærufrest á. Þannig hafi SHH átt að leiðbeina um að unnt væri að kæra þá ákvörðun til ráðuneytisins innan 3ja mánaða. Á sama tíma er það mat ráðuneytisins að forsendur að baki synjuninni, þ.e. að enginn túlkur væri laus, væri ákveðinn ómöguleiki sem stofnunin réði ekki við. Þetta segir okkur þó að það er mat ráðuneytisins að í hvert sinn sem döff er synjað um túlkaþjónustu er um stjórnvaldsákvörðun að ræða sem er þá hægt að láta reyna á. Stjórn telur þetta fullreynt og næsta skref sé að reyna á frumvarp til laga eða reglugerð til að tryggja endurgjaldslausa túlkun.
112 túlkun, bakvaktir
Á umræðufundi í ársbyrjun 2025 var ljóst að eitt forgangsmála er að tryggja bakvaktir í neyð, unnið er með greinargerð sem var gerð varðandi 112 túlkun árið 2022 og fá dómsmálaráðuneytið til að tryggja bakvaktir. Gagnaöflun hefur verið gerð varðandi slíkt á Norðurlöndum og næsta skref er fundur með forsvarsmönnum 112 og ráðuneytið.
Myndsíma- og fjartúlkun
Stjórn samþykkti haustið 2024 að sækja aftur um að PFS tryggi myndsímatúlkun á þeim forsendum að gerðar hafa verið þrjár lagabreytingar Fjarskipti frá því að félagið sótti um árið 2016. Nýlega barst niðurstöður, Úrskurðarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að myndsímatúlkaþjónusta sé ákveðin notkun á myndsímtölum sem krefjast þjónustu þriðja manns sem túlkar samtal heyrnarlauss aðila og heyrandi aðila. Nefndin telur því að myndsímatúlkaþjónusta sé hvorki „símaþjónusta“ né „nothæf netaðgangsþjónusta“ og sé því ekki þjónustutegund sem geti fallið undir alþjónustu eins og hún er nú skilgreind í lögunum. Þannig skortir lagaskilyrði til þess að fallast á kröfur Félags heyrnarlausra um að fella myndsímatúlkaþjónustu undir alþjónustu. Stjórn samþykkti á stjórnarfundi eftir að niðurstöður bárust að fara í aðgerðir til að sækja þessi réttindi sem er í vinnslu núna og verður kynnt fyrir félagsmönnum á næstu mánuði.
Málefni döff flóttafólks
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið framlengdi þjónustusamning við Félag heyrnarlausra til að tryggja áframhaldandi þjónustu við döff flóttafólk. Mikil þörf hefur verið fyrir þessari þjónustu og sérþekkingu döff á stöðu, þörfum og málefnum döff flóttafólks.
Málstefna ÍTM
Alþingi samþykkti vorið 2024 þingsályktun um málstefnu ÍTM sem er stór áfangi fyrir táknmálssamfélagið. Í réttindabaráttu höfum við fengið verkfæri til að vinna með s.s aðgerðaráætlun í málstefnunni. Félagið í samvinnu við helstu hagsmunaaðila sem taldir eru upp sem ábyrgðaraðilar í aðgerðaráætlun málstefnunnar hefur haft einn fund þar sem farið var yfir stöðu aðgerðaráætlunnar og stefnan er tekin að skipuleggja samráðsfund og er það von okkar að menningar- , nýsköpunar-og háskólaráðuneytið sé tilbúið í að skipuleggja þetta í samvinnu við málnefnd um ÍTM. Mikilvægt að fylgja aðgerðaráætluninni eftir og vera viðbúin þegar kemur að endurgerð málstefnunnar árið 2027.
Viðbragðsáætlun með Almannavörnum og Rauða Krossi
Á fundi með DNR var ljóst að Norðurlöndum þurfi í samstarfi við viðbragðsaðila í hverju landi að hafa tilbúið aðgerðaráætlun ef upp kemur ástand til að tryggja að döff hafi aðgengi að úrræðum og upplýsingum. Fultrúi félagsins átti fund með fulltrúa Almannavarna og Rauða Kross vegna átaksins 3 dagar, ertu klár? Almannavarnir ætla að útbúa drög að áætlun sem verður síðan kynnt fyrir félagsmönnum.
Stjórn ákveðið að vinna með lögfræðingi að útbúa frumvarp til laga tilað tryggja rétt döff á túlkun í atvinnulífi, endurgjaldslausa túlkun og myndsímatúlkun sem hefur verið lengi í baráttu án árangurs. Er það von okkar að þegar drögin að frumvarpi verður tilbúið að fá félgasmenn með í samráð áður en frumvarpið fer inná þing. Við bindum líka vonir við að Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólk verði fullgildur og með því fáum við fleiri verkfæri til að sækja réttindi döff fólks.
Innlent samstarf
Málnefnd ÍTM
Skipunartíma málnefndar um ÍTM lauk vormánuði 2025, Ísland var með formennsku NTN (Noræna táknmálsnefnda) sem gerði það erfitt að ekki var starfandi málnefnd þegar Ísland var með formennsku. Þrátt fyrir þrýsting á að skipa í málnefnd var það ekki fyrr en undir árslok 2025 sem bar til tíðinda að skipað var í málnefnd um ÍTM.
Þetta er ÍTM
Félag heyrnarlausra og Málnefnd um ÍTM tóku saman höndum og keyptu handritið ,,Þetta er sænskt táknmál” frá Dramaski í Svíþjóð. Þeir hafa unnið að fjórum þáttaröðum sem fjalla um sænskt táknmál, Danmörk og Noregur hafa líka keypt handritið og aðlagað það að sínu táknmáli og menningu. Handritið var aðlagað að íslensku táknmáli og kom teymi frá Dramaski í þrjár upptökulotur. Tökum og klippingu á myndefni hefur verið lokið. Fyrsti þáttur var frumsýndur á degi íslenska táknmálsins í Salnum í Kópavogi. Það hefur reynst erfitt að fá RÚV til að koma sér í að að sýna þessa þætti í sjónvarpinu, er það von okkar að allir landsmenn fái tækifæri að njóta þáttanna sem fjalla um íslenskt táknmál á marga vegu. Stjórn félagsins og Málnefnd um ÍTM er enn að vinna í því að fá þessa þætti í RÚV og mun taka ákvörðun á næstunni ef ekki næst að sýna þessa þætti hjá RÚV hvar og hvernig á að sýna þessa þætti.
ÖBÍ
Stefnuþing: er haldið árlega á vormánuði og hefur félagið tekið þátt í þeim fundum. Þar er farið yfir helstu málefni ÖBÍ, unnið í hópum þar sem farið er meðal annars yfir brýn málefni og forgangsröðun.
Aðalfundur ÖBÍ: er haldið árlega á haustin, félagið á rétt á að senda þrjá fulltrúa og hefur tekið þátt á aðalfundi. Á síðasta aðalfundi var nýr formaður ÖBÍ kjörinn og ný stjórn tekin til starfa ásamt því var logo, slagorð og heimasíða ÖBÍ uppfærð.
Formannafundir: formannafundir eru haldnir reglulega og formenn aðildafélaga ÖBÍ kallaðir á fund, gestir hafa komið og kynnt sín erindi t.d húsnæðismálin, breytingar hjá örorkulífeyri sem tekur gildi haust 2025, landsáætlun SÞ um réttindi fólks með fötlun, skuggaskýrslan og fleira.
Starfshópur vegna máltækni, TMF ráðgjafahópur, UNNDIS: nokkrir minni starfshópar hafa verið að hittast þar sem rætt er meðal annars um stafræna máltækni, TMF ráðgjafahópur þar sem er farið yfir þrón og aðgengi á tækni og samráð haft við aðildarfélög ÖBÍ. UNNDIS er ný ráðgjafahópur sem er samvinnuverkefni Vinnumálstofnunnar og ÖBÍ, óskað var aðkomu Félags heyrnarlasusra og í hópnu sitja 4-5 fá nokkrum félögum. Hópurinn á að taka við erindum frá VMST, þetta er nýtt verkefni og enn á þróunarstigi og verður metin reglulega.
Framtíðarskipulag í heyrnarþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið kallaði eftir fulltrúa Félags heyrnarlausra til að taka þátt í starfshópi sem átti að vinna að tillögu um framtíðarskipulag í heyrnarþjónustu. Hópurinn hóf störf október 2024 og lauk þeim störfum í ársbyrjun 2025. Heilbrigðisráðherra hefur tekið við tillögunni og nú er að sjá næstu skref sem er hjá ráðuneytið, taka skal samt fram að svipuð vinna hefur átt sér stað nokkur skipti áður og seinast 2019.
Erlent samstarf
DNR
Ísland er með formennsku DNR og DNUR 2022-2026. Haldnir eru fundir tvisvar á ári, fundir hafa verið í Svíþjóð, Noregi, Grænlandi og Færeyjum. Ásamt því hafa líka verið vinnufundir í samstarfi við NTN þar sem rætt var um hvort gerlegt væri að afla tölfræðilegar upplýsingar um fjölda táknmálsfólk á Norðurlöndum og hvernig beita ætti sér með þessi gögn en nú hefur sú vinna þróast í að skoða Norrænt vegvísir um táknmál og er sú vinna enn í gangi.
EUD
Ísland er eitt af aðildarlöndum EUD, vorið 2023 var aðalfundur EUD í Svíþjóð og vorið 2024 var aðalfundur í Belgíu. Ásamt því hefur Ísland tekið þátt í könnun sem EUD sendir á aðildarlöndin, webinar, zoom fundi og tekið þátt í starfshópi um minnihlutamál.
WFD
Stjórn Félags heyrnarlausra samþykkti að tilnefna Hjördísi Önnu Haraldsdóttur í stjórn WFD 2023-2027. Aðalfundur ásamt ráðstefnu WFD var haldin í Jeju í Suður Kóreu sumarið 2023. Beiðni barst til Íslands frá WFD að vera gestgjafi fyrir stjórnarfund WFD og samþykkti stjórn félagsins að taka við þessu beiðni. Stjórnarfundur WFD var haldin á Íslandi október 2024.
Annað:
Örfyrirlestrar, nokkrir örfyrirlestrar hafa verið haldnir 2025. Döff Kraftur var haldin í Nauthól í maí 2024 þar sem félagsmenn fengu tækifæri að nokkrum fyrirlestrum um helstu hugtök innan döff samfélagsins. Framboðsfundur var haldin í sal félagsins nóvember 2024 þar sem frambjóðendur fengu tækifæri að kynna sín mál fyrir komandi kosningar. Sumarhátíð táknmálsbarna maí 2024, samvinnuverkefni SHH, Foreldrafélagsins, félagsins, Sólborgar og málnefndar. Í tilefni af afmæli félagsins fengu börn Táknmálseyjunnar góða stund í Fótboltalandi og bíómyndin SALT&PEPPER var sýnd í Bíó Paradís. Félagið er að innleiða spjallmennið sem hefur fengið nafnið Hervör. Árið 2024 og 2025 tók félagið þátt í að fá Söngvakeppni RÚV sýnd með táknmáli og er það von okkar að RÚV taki við keflinu og hafi þetta árlega.