Ársskýrslur 2016

Hér getur þú nálgast ársskýrslur stjórnar, starfsfólks og deildar frá árinu 2015 til 2016 ásamt ársreikninginum.

Ársskýrsla stjórnar

Ársskýrsla stjórnar

Skýrsla stjórnar Félags heyrnarlausra Maí 2015 - Apríl 2016.

Erlend samskipti:
DNR haust 2015 í Danmörku  - sjá skýrslu
DNR vor 2016 á Íslandi – skýrsla í vinnslu
EUD vor 2015 í Lettlandi – sjá skýrslu
WFD aðalfundur og ráðstefna 2015 í Tyrklandi – sjá skýrslu

Stefnumótun:
Stjórn Félags heyrnarlausra fór yfir stefnumótun og verkefnaáætlun félagsins 2015-2016 á vinnufundi þann 19.apríl. Sjá má myndband inná heimasíðu félagsins þar sem tveir stjórnarmenn fara yfir áætlunina. 

ÖBÍ:
Aðalfundur ÖBÍ október 2015, þrír fulltrúar sátu þann fund fyrir hönd félagsins.
Stefnuþing ÖBÍ apríl 2016, tveir fulltrúar tóku þátt á stefnuþinginu fyrir hönd félagsins. 
Formannsfundur ÖBÍ, formaður og varaformaður hafa tekið þátt á formannsfundum sem er í höndum formanns ÖBÍ, þar er farið yfir helstu baráttumál aðildarfélaga ÖBÍ.

Málnefnd um ÍTM
Fulltrúi Fh í málnefnd um ÍTM vann með formanni málnefndar og nefndarfulltrúum að skýrslu málnefndar sem var birt 7.júni 2015, sjá má skýrslu málefndarinnar inná heimasíðu Fh.

Skipunartími nefndarinnar lauk í október 2015 og beðið er enn eftir nýrri skipun frá mennta- og menningarmálaráðherra. Félagið hefur sent ítrekun til ráðuneytisins að skipa nýja nefnd samkvæmt lögum nr. 61/2011. 

Dagur ÍTM var haldin hátíðlega á degi íslenska táknmálsins 11.febrúar 2016 og var fókusinn á barnamenningu. Dagskráin var unnin í samstarfi Félags heyrnarlausra og Samskiptamiðstöðvarinnar ásamt fleirum styrktaraðilinum. 

Baráttu- og hagsmunamál Fh
Félag heyrnarlausra hefur unnið að mörgum málum er varða réttindi og hagsmuni döff. Meðal þess sem má nefna er áhersla á að styrkja stöðu íslensks táknmáls, réttindi barna, aðgengi að velferðarþjónustu ofl.  Hér á eftir eru nefnd nokkur dæmi um mál sem félagið hefur unnið að. 

Staða íslensks táknmáls

Félagið hefur gert athugasemdir við eftirfarandi lagafrumvörp með það að markmiði að styrkja stöðu íslensks táknmáls og réttarstöðu þeirra sem reiða sig á íslenskt táknmál til samskipta, þar á meðal rétt til túlkaþjónustu. 

Frumvarp til laga um fullnustu refsinga.
Félagið gerði athugasemdir við frumvarp til laga um fullnustu refsinga auk þess sem formaður og lögfræðingur Fh fóru á fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Í athugasemdum félagsins var bent á sérstaka stöðu fanga sem reiða sig á íslenskt táknmál til samskipta og rannsóknir sem fjalla um réttarstöðu döff fanga. Lagði félagið áherslu á að í löggjöf um fullnustu refsinga yrði í það minnsta tryggt ákveðið svigrúm til mats á til hvaða sérstöku ráðstafana þurfi að grípa áður en döff hefur afplánun og á meðan henni stendur. 

Þótt ekki hafi verið gerið breyting á frumvarpinu vegna athugasemda félagsins kom eftirfarandi fram í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar. „Samhliða þessu ræddi nefndin réttarstöðu fanga sem eru heyrnarlausir og áréttar mikilvægi þess að tryggt verði ákveðið svigrúm til mats á því til hvaða sérstöku ráðstafana þurfi að grípa áður en heyrnarlaus fangi hefur afplánun og meðan á henni stendur. Í þessu sambandi þurfi að líta til samskipta á táknmáli, táknmálstúlkunar og þeirra atriða sem varða vistunarstað, meðferðaráætlun, vinnu fanga og náms- og starfsþjálfun, sbr. III. kafla frumvarpsins. Nefndin beinir því til innanríkisráðuneytisins að tryggja að þessum atriðum verði haldið til haga og þau skoðuð nánar.“

Til stendur að taka lög um fullnustu refsinga aftur til endurskoðunar og mun félagið fylgja því eftir að ofangreindar áherslur nái fram að ganga. Einnig sendi félagið ofangreindar athugasemdir til Fangelsismálastofnunar til að vekja athygli á sérstakri stöðu döff fanga. 

Lög um meðferð sakamála.
Félag heyrnarlausra hefur óskað eftir því við innanríkisráðherra að hann beiti sér fyrir því að gerð verði breyting á lögum um meðferð sakamála þannig að skýrar komi fram í lögum réttur döff til táknmálstúlkaþjónustu t.d. við skýrslutöku hjá lögreglu, fyrir dómi og vegna samskipta brotaþola og rétttargæslumanns. Innanríkisráðherra hefur ekki brugðist við erindi félagsins en því er fylgt eftir. 

Lög um meðferð einkamála.
Félag heyrnarlausra hefur óskað eftir því við innanríkisráðherra að hann beiti sér fyrir því að gerð verði breyting á lögum um meðferð einkamála þannig að tryggður verði réttur döff til endurgjaldslausrar túlkaþjónustu vegna reksturs einkamáls fyrir dómstólum. Ráðuneytið hefur til skoðunar hvort gera eigi breytingu á lögunum þannig að táknmálstúlkaþjónusta greiðist úr ríkissjóði. Tillaga þess efnis hefur verið send dómstólaráði til umsagnar og er beðið niðurstöðu.

Aðgengi að velferðarþjónustu
Reglulega leita félagsmenn til Félags heyrnarlausra með mál sem varða aðgengi að velferðarþjónustu, s.s. meðferðarúrræði, endurhæfingu, rétt til hjálpartækja, og vegna samskipta við starfsfólk stofnana sem veita velferðarþjónustu. Lögfræðingur félagsins tekur við einstaklingsmálum og fylgir þeim eftir innan stjórnsýslunnar. Í sumum tilvikum dugar að senda skriflega fyrirspurn eða athugasemd og eru mál leiðrétt í kjölfar þess. Í öðrum tilvikum þarf að kæra mál ýmist til ráðherra eða úrskurðarnefnda eða senda kvörtun til Embætti landlæknis. Einnig hefur félagið beint málum til embætti umboðsmanns Alþingis. 

Þingsályktun um stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum 2016-2020.  
Félagið skilaði umsögn um geðheilbrigðisáætlun og formaður og lögfræðingur félagsins fóru á fund hjá velferðarnefnd Alþingis. Í umsögn félagsins var lögð áhersla á að sett væri á fót sérstakt geðheilsuteymi til að tryggja aðgang döff sem glíma við geðsjúkdóma að þverfaglegu teymi heilbrigðis- og félagsþjónustu sem komi að greiningu og meðferð. Einnig lagði félagið áherslu á að í geðheilbrigðisáætlun kæmi fram réttur til túlkaþjónustu með vísan til laga nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Í því sambandi væri haft samstarfs við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og Félag heyrnarlausra. 

Aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum var samþykkt á Alþingi í byrjun maí og er skemmst frá því að segja að tekið var tillit til allra athugasemda félagsins. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að á árinu 2017 hafi tekið til starfa geðheilsuteymi fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. 

Endurskoðun laga um sjúkratryggingar
Í nóvember 2015 skipaði heilbrigðisráðherra nefnd um endurskoðun laga um sjúkratryggingar. Nefndin óskaði eftir upplýsingum um reynslu Félags heyrnarlausra af framkvæmd laga um sjúkratryggingar. Félagið skilaði umsögn og vakti athygli á því álitamáli sem virðist vera um greiðslu fyrir táknmálstúlkaþjónustu þegar þjónustan er veitt af einkafyrirtækjum. Sem dæmi má nefna öldrunar- og hjúkrunarheimili og meðferðarstofnanir en þau hafa almennt hafnað greiðslu fyrir táknmálstúlkaþjónustu sem fram fer t.d. á meðferðarstofnun. Í umsögn félagsins var lögð áhersla á að ef einkaaðilum er falið að sinna heilbrigðisþjónustu þá þurfi að tryggja jafnan aðganga allra að þeirri þjónustu. Í því felst m.a að tryggja verður táknmálstúlkaþjónustu, sbr. lög nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga og lög nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. 

Stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks
Í velferðarráðuneytinu er unnið að stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks til næstu fimm ára. Kallað var eftir tillögum frá hagsmunaaðilum varðandi forgangsröðun vegna stefnumótunarinnar. Félagið lagði áherlsu á eftirfarandi atriði:
1. Menntun þar á meðal ráðgjöf vegna barna með skerta heyrn – snemmtæk íhlutun og staða barna og íslenska táknmálsins í grunnskóla.
2. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu.
3. Atvinnumál sérstaklega á rétt til túlkaþjónustu í tengslum við atvinnuþátttöku. 

Aðgerðaráætlun um þjónustu við heyrnarlausa – niðurstöður verkefnastjórnar II
Félag heyrnarlausra hefur ítrekað óskað svara frá velferðarráðuneytinu um hvort farið verði að þeim tillögum sem fram koma í skýrslu verkefnastjórnar II um markmið og leiðir í þjónustu við m.a. döff. Félagið hefur óskað eftir að ráðuneytið svari því hvort farið verði að þeim tillögum sem fram koma í skýrslunni  og ef svo er hvenær sú vinna hefjist. Einnig óskaði félagið svara um hvort ráðherrar velferðarmála hafi tekið afstöðu til þeirra tillagna sem fram koma í skýrslu félagsins frá 2008 og skýrslu Vistheimilanefndar og hvenær verði brugðist við þeim tillögum. 

Velferðarráðuneytið hefur ekki svarað félaginu, þrátt fyrir fjölda ítrekana. Félagið leitaði því til umboðsmanns Alþingis sem hafði afskipti af málinu. Ráðuneytið brást við afskiptum umboðsmanns með því að lofa svari fyrir 8. apríl. Enn hefur svar ekki borist og mun félagið aftur kvarta til umboðsmanns Alþingis hafi svar ekki borist 19. maí nk. 

Reglugerð um túlkun á upplýsingum um heilsufar og meðferð fyrir sjúklinga
Í desember 2015 setti heilbrigðisráðherra reglugerð nr. 1145/2015 um túlkun á upplýsingum um heilsufar og meðferð fyrir sjúklinga. Ekkert samráð var haft við Félag heyrnarlausra við undirbúning reglugerðarinnar. Drög af reglugerðinni voru ekki kynnt eins og algengt er og hún ekki auglýst eða gerðar tilraunnir til að vekja athygli félagsins á henni. 

Félag heyrnarlausra lítur svo á að ekki sé lagastoð fyrir reglugerðinni og að hún sé í andstöðu við lög. Félagið hefur mótmælt reglugerðinni og farið fram á það við heilbrigðisráðherra að hún verði felld úr gildi.

Túlkaþjónusta
Reglugerð um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti tillögu um breytingu á reglugerð um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra er varðar rétt til endurgjaldslausrar túlkaþjónustu. Félagið gerði verulegar athugasemdir við tillögurnar og hefur fylgt málinu eftir. Ekki liggur fyrir niðurstaða.

Máltaka og máluppeldi
Félagið sendi bréf fyrir áramót til heilbrigðisráðherra þar sem vakin er athygli á að ráðgjöf sem foreldrar barna með skerta heyrn fá sé ekki nógu markviss. Fulltrúar Fh fóru á fund til heilbrigðisráðherra ásamt foreldrum döff barns til að fara yfir þessi mál. Félagið lagði fram minnisblað þar sem áhersla er lögð á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og að ráðgjöf við foreldra barna með skerta heyrn um mál og máltöku sé fyrst og fremst uppeldisleg og eigi því að heyra undir ráðuneyti sem fer með menntamál. 

Börn og staða íslensks táknmáls innan skólakerfisins
Félagið hefur í bréfi til Mennta- og menningarmálaráðherra lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu heyrnarlausra og heyrnarskertra nemenda í grunnskóla og stöðu íslensks táknmáls innan skólans. Fór félagið þess á leit við ráðherra að hann beitti sér fyrir því að gerð yrði úttekt á menntun barna með skerta heyrn og stöðu íslensks táknmáls innan grunnskólans. Nýlega svaraði ráðuneytið erindi félagsins og verður ekki orðið við beiðni um úttekt.  Á hinn bóginn er vísað í úttekt sem unnið er að um hvernig til hafi tekist með hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar. Niðurstaða þeirra úttektar á að liggja fyrir í lok þessa árs. 

Félag heyrnarlausra hefur engu að síður áhyggjur af stöðu nemenda og mun halda áfram með málið. 

Döff plús
Félag heyrnarlausra hefur um tíma unnið að því að nærumhverfi döff íbúa í sambýli í Reykjavík verði bætt. Búið er að setja saman hóp sem vinnur að úttekt á málumhverfi íbúanna og beðið er enn eftir niðurstöðum. 

Málefni aldraða.
Félag heyrnarlausa hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum að stöðu aldraðra döff og átti á sínum tíma fund með heilbrigðisráðherra vegna þessa. Á síðustu misserum hefur félagið aðallega beitt sér fyrir að aldraðir sem dvelja á hjúkrunarheimilum fái liðveislu einstaklings sem hefur vald á íslensku táknmáli. Félagið hefur fylgt málinu eftir með kærum til m.a. úrskurðarnefndar velferðarmála og er vonst til að fljótlega skýrist réttarstaða döff. 

Sanngirnisbætur.
Í desember sl. féll dómur í Hæstarétti sem hafði áhrif á möguleika þeirra sem voru í Döffskóla fyrir 1947 og eftir 1992. Samkvæmt niðurstöðu dómsins geta þeir einstaklingar sem voru í skóalnum á þessum tímabilum sótt um sanngirnisbætur. Félag heyrnarlausra hefur leiðbeint félagsmönnum sem til félagsins hafa leitað og veitt aðstoð við umsókn ef eftir því hefur verið leitað. 

Frumvarp til laga um textun
Enn hefur ekki orðið af því að frumvarp til laga um textun komist á dagskrá Alþingis og gerir félagið sér ekki vonir um að það náist á þessu þingi. Félagið fylgir málinu eftir.


Ársskýrsla starfsfólks

Ársskýrsla starfsfólks

Starfsemi Félags heyrnarlausra hefur sjaldan verið eins viðamikil og hún er í ár. Alls eru rúmlega 7 full stöðugildi starfandi í félaginu þar sem 8 döff sinna ýmsu verkefnum á vegum félagsins í misjöfnum stöðugildum. Erum við ánægð með að geta fyllt sem flest störf með döff starfsfólki. Þær stöður sem hafa bæst við í félaginu er lögfræðingur okkar sem sinnir hagsmuna- og réttindagæslu ásamt formanni, stjórn og starfsfólki í félaginu. Við höfum farið af stað með fréttir vikunnar þar sem Gunnar Snær og Leszek sjá um alla vinnu frá upphafi með myndarbrag. Hanna Lára hefur sinnt starfi viðburðarstjóra hjá félaginu í rúmt ár. Önnur starfsemi er í föstum skorðum en eðlilega þegar starfsemin er orðin svona umfangsmikil þá þarf að gæta að rekstri félagsins að útgjöld fari ekki úr böndunum. En þjónustan er mikilvægust og átakið sem stjórnin er með þetta misserið er að sækja fast um að ná fram réttind döff frá fæðingu til síðasta dags og eru mörg málefni í gangi hjá lögfræðingi félagsins. Ný heimasíða fór í loftið og er verið að vinna að því að efla hana enn frekar þannig að hún nái að vera nógu lifandi og áhugaverð. Það sem þarf að skoða líka er hlutverk heimasíðu og hlutverk fésbókarsíðu félagsins.

Síðasta ár var mjög gott í tengslum við atvinnumál döff. Atvinnuleysi fer hratt minnkandi og hefur gengið vel að finna vinnustaði sem eru tilbúnir að ráða fólk í vinnu. Fyrir liggur að atvinnuleysi á Íslandi er langt undir þeim tölum sem sjást á Norðurlöndunum, Evrópu og víðar. Fögnum við þeim árangri og stöðu í atvinnumálum döff. Vinnumálastofnun sem áður fékk TR til að halda utan um vinnusamninga vegna tekjutenginga við örorkubætur hefur tekið við og sér um alla samninga. Það liggur því ljóst fyrir að allir sem heilsu hafa geta fengið vinnu í dag.

Félagið réð viðburðarstjóra til að efla félagsmál og fyrirlestra fyrir döff. Töluverð efling var á starfsemi og skemmtunum fyrir börn en kaffisalan hefur haldið sér nokkuð óbreytt. Tilraun til að lengja föstudagskaffið til kl. 18 einn föstudag í mánuði hefur gengið ágætlega. Viðburðarfulltrúi vill þó tryggja amk einn fræðslufyrirlestur í félaginu á mánuði. Föstudagskaffið hefur verið misgott eftir deildum og einnig hin ýmsu kvöld og viðburðir sem hafa verið misvel sóttir. Félagið stóð fyrir skyndihjálparnámskeiði sem margir skráðu sig í en fáir mættu. Mjög slæmt að bjóða upp á dýr námskeið og svo mætir fólk ekki sem skráði sig. Þá er í boði ASL námskeið í táknmáli sem er flott viðbót í þjónustu við döff en léleg þátttaka er í námskeiðið því miður. Deildirnar eru misduglegar að halda utan um sín mál og þarf að efla sumar stjórnir deildanna til að gera þær virkari.

Happdrættissalan hefur haldið styrk sínum en mikil vinna fer í að manna og skipuleggja  sölufólk og söluferðir til að halda söluáætlunum í hámarki. Fáir Íslendingar fást til að selja happdrætti af þeim krafti sem þarf til að ná sölutölum hátt í 30 þúsund miða á ári. Styrktarsöfnun og sala auglýsinga í Döffblaðið hefur verið þyngri á síðasta ári en árin þar á undan. Mikil samkeppni samtaka um styrktarsöfnun og logosölu auk fjölgun ýmissa samtaka og söfnunarfyrirtækja þyngir baráttuna en félagið vinnur mjög agað að þessum málum og sækir fast og ákveðið á markaðinn þó móti blási.

Starfsemi skrifstofu og velferðarþjónusta fyrir félagsmenn er alltaf aðgengileg og er töluverður fjöldi félagsmanna sem kemur til okkar með ýmis mál þar sem óskað er aðstoðar okkar, tengingar við kerfið og brúarvinnu út í velferðarþjónustuna.

Þá hefur sálfræðingur verið okkar innan handar og félagsráðgjafi til að halda sem best utan um málefni og þjónustu við döff félagsmenn Félags heyrnarlausra.

Með bestu kveðjum frá starfsfólki Félags heyrnarlausra


Ársskýrsla deildar 

Ársskýrsla deildar

 

Íþróttafélag heyrnarlausra (ÍFH)
Hjá ÍFH er stunduð keila og eru tvö lið sem keppa í 3. deild karla og 2. deild kvenna og svo eru tveir karlar sem spila með heyrandi liðum og gekk þeim vel með sínum liðum t.d einn sem var með hæsta skor eða 279 í 3 deild og fékk hann viðurkenningu fyrir árangurinn
IFH fór á HM í keilu til Ítalíu í ágúst 2015 og fóru fimm konur og tveir karlar og gekk ágætlega á mótinu.

Döff 55+ og Gerðuberg
Döff55+ og Gerðuberg eru í góðu samstarfi og hittast aldraðir þar tvisvar í viku. Meðal dagskrárliða eru kaffihúsaferðir og heimsóknir til fyrirtækja og stofnana. Þá kemur Brynja prestur reglulega í heimsókn. Við héldum upp á 20 ára afmæli Döff55+ með glæsibrag uppi í Gerðubergi og komu margir að samgleðjast okkur. Við fáum alltaf fréttatúlk til okkar í hádeginu á þriðjudögum og fimmtudögum sem er mjög vinsælt meðal okkar aldraðra. Þá erum við dugleg að safna í kaffisjóðinn okkar og ætlum að nota það til að niðurgreiða vorferðina sem verður farin með öðrum félagsmönnum Gerðubergs.

Stjórn Döff55+ erum að skipuleggja fund í Norðurlandaráði aldraða hér á Íslandi þann 17 – 21 október næstkomandi.  

Nokkrir aldraðir fóru í siglingu með Norrænum döff um norður Noreg og tókst sú ferð mjög vel. Aldraðir sáu um kaffi einu sinni í mánuði fram til maí en gera það tvisvar í mánuði núna.   

Við höfum misst þrjá félaga, þá Harald, Baran og Braga og minnumst við þeirra með hlýju.

Puttalingar
Á aðalfundi Puttalinga í ágúst 2015 var kosin ný stjórnmeð einum formanni og 4 meðstjórnendum og verðurskipt um stjórn á tveggja ára fresti. Fulltrúar puttalingafóru á DNUR í Danmörku og hér á Íslandi í apríl og teljum við mjög mikilvægt að puttalingar mæti á fundi DNUR. Við tökum þátt í kaffisölu FH og gengur það vel. Stjórn Puttalinga er nú að undirbúa Norræntungliðamót(NUL) sem haldið verður hér á Íslandi í júlínæstkomandi. Frábær þátttaka er á mótið og verða um 115 þátttakendur alls en mótið verður haldið að Reykjumí Hrútafirði. Þá héldu puttalingar ýmsa viðburði á árinufyrir bæði börn og fullorðna og var vel mætt.