Ársskýrslur 2017

Hér getur þú nálgast ársskýrslur stjórnar, starfsfólks og deildar frá árinu 2015 til 2016 ásamt ársreikninginum.

Ársskýrsla stjórnar

Ársskýrsla stjórnar

Hér  má sjá helstu verkefni stjórnar félagsins frá aðalfundi 2016. 

 • Umsókn til PFS – Félagið átti góðan fund með fulltrúum PFS haustið 2016, félagið sendi umsókn þess efnis að myndsímaþjónusta sé alþjónusta og falli undir PFS. Svar barst frá PFS í byrjun des þar sem umsókninni er hafnað. Lögfræðingur Fh hefur sent athugasemdir til úrskurðar. Bíðum enn niðurstaðna.
 • Málnefnd um ÍTM, skipun frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 2016-2020, enn beðið eftir skipun formanns nefndarinnar. Málnefndin fékk 3 milljónir fyrir starfsemi málnefndar og hefur hún samþykkt að ráða ritara í 20% starf. 
 • Bréf vegna 17.júni túlkun, félagið sendi á forsetisrráðuneytið og óskaði eftir að táknmálstúlkun yrði tryggð 17.júni við hátíðarhöldin á Austurvelli. Fengum þau svör að það yrði ekki en hins vegar yrði þessu beint út á RÚV með texta. Félagið sætti sig ekki við niðrustöðuna, vegna málstefnu stjórnvalda skv lögum um ÍTM ákvað félagið að senda greinargerð til málnefndar um þetta mál. Málnefndin tók við.
 • Endurskoðun á túlkanám, þörf á breytingu eða ekki. Samstarfsfundir. Fulltrúar félagsins áttu nokkra fundi með fulltrúum HÍ og SHH vegna endurskooðunnar á námskrá í túlkanámi. Félagið sé mikla vöntun á fólki með menntun og táknmálskunnáttu s.s sértækur liðsmaður, eða persónuráðgjafa eða þá sem koma til með að vinna við umönnun döff eða döff+ og sá hópur á eftir að stækka töluvert á næstu árum. Skoðað hvort möguleiki væri að setja upp nám eða aðgang að fögum innan táknmálsfræðináms fyrir þau sem gætu seinna meir unnið með döff og döff+.  Enn í vinnslu.
 • Þingsályktun vegna fullnustu refsingu laga –félagið sendi frá sér athugasemdir t.d vegna refsingu fanga sem nota ÍTM í daglegu lífi., fundur með allsherja- og menntamálanefnd í vor. Vel tekið í athugasemdir og þær bókaðar. Félagið mun fylgja því eftir, búið er að senda bréf á fangelsimálastjóra með ábendingum þingsályktunar.
 • Frumvarp vegna geðheilbrigðismála – 2020.  Félagið sendi frá sér athugasemdir vegna frumvarps um geðheilbrigðismála til 2020. T.d að sérteymi fyrir þá sem nota íTM í daglegu lífi. Vel tekið í athugasemdir og þær bókaðar. Félagið mun fylgja því eftir.
 • Frumvarp vegna jafna meðferð á vinnumarkaði, félagið sendi umsögn um mikilvægi á túlkun í atvinnulífi.
 • Þingsályktun um stefnu og framkvæmdaáætlun í  málefnum fatlaðra, félagið sendi athugasemdir sem tengjast hagsmunum þeirra sem reiða sig á ÍTM.
 • Félagið sendi bréf á Evrópustofu menntamála vegna úttektar á skóla án aðgreiningar, tekið fram mikilvægi þess að hafa þekkingu á ÍTM og menningu döff við könnun á skólaumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM. Félagið vinnur áfram að aðgengi að menntun fyrir börn.
 • Fjölmiðlaumfjöllun vegna happdrættissölu Fh – innanhúsrannsókn.  – Í lok maí kom í fjölmiðlum að félagið væri tengt mansalsmáli vegna happdrættissölunnar. Um leið og það kom í ljós var viðkomandi starfsmaður sem tengdist þessu sendur í leyfi á meðan málið skýrðist.  Félagið sendi frá sér yfirlýsingu bæði til félagsmanna og fjölmiðla. Mikil áhrif á ímynd félagsins, félagsmenn og starfsfólk.  Stjórnin setti af stað innanhúsrannsókn, í kjölfar hennar var ákveðið að segja upp starfsmanninum, setja nýjar verklagsreglur varðandi happdrættisölu, fá ATON til að koma með ráð vegna samskipta við fjölmiðla vegna málsins og að hlífa og verja ímynd félagsins. Á aðalfundi gagnrýndu einhverjir félagsmenn það að félagið nýttu sér ekki íslenska sölumenn eða fengu erlenda sölumenn frekar. Óskað var eftir því að félagið myndi auglýsa eftir sölumönnum og gefa íslenskum sölumönnum forgang. Stjórnin tók þá ákvörðun að fylgja eftir þessari ósk/bókun. Augýst var eftir sölumönnum, fundur með happdrættismönnum og þeim kynnt verklagsreglur vegna sölunnar. Sölutölur vegna haustannar 2016 ekki góðar.
 • Vegna rekstaráætlunnar lok árs 2016 þar sem gert er ráð fyrir slæmri sölu á happdrætti vegna lélegrar sölu þá ákvað stjórn í samráði við framkvæmdastjóra að endurskoða rekstur félagsins vegna minni tekna.
 • Talkennsla – félagið hefur um tíð verið að sækja um talkennslu fyrir döff börn sem hafa ekki KÍ, löng leið þar sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt stjórnvaldsákvörðun HTI um að neita börnum um talkennslu. Félagið skoðar það að fá talkennara til að meta börnin, sækja um hjá sjúkratryggingum, foreldrar muni borga fyrt um sinn og síðan mun lögfræðingur félagsins sækja um greiðslu fyrir þessum reiknginum þegar að því kemur.
 • Hlíðaskóla, fundur 6.júni og 3.september.  Fulltrúar félagsins áttu fund með fulltrúum Hlíðaskóla þar sem félagið lagði fram minnisblað með þeim óskum að skoða og styrkja betur döffbekki í byrjendalæsi, stærðfærði og lífsleikni. Á fundi í september kemur í ljós að Hlíðaskóli fær lítil sem engan fjárhag frá RVKborg til að styrkja þetta starfsemi betur. Félagið ákveður að senda bréf á Reykjavíkurborg og vinna í því.
 • Umboðsmaður barna, undirbúningur vegna sérfræðifunda.  Fulltrúar félagisns áttu fund með fulltrúum umboðsmann barna sem þar farið var yfir minnisblað félagsins um stöðu barna á Íslandi. Umboðsmaður barna í Svíþjóð birti snemma í vor ítarlega skýrslu ,,Respekt” þar sem staða döff og döff+ barna í Svíþjóð er ekki eins og vera ber. Við höfum sterkan grun um að líkt er hér á íslandi en höfum ekkert í höndum. Umboðsmaður barna á Íslandi lagði til að gera sérfræðifundi ar sem verður tekin spjall við núverandi og e.t.v fyrrverandi döff nemendur í Hlíðaskóla til að fá einhverja mynd af stöðunni. Tímafrekt starf sem hefur tafist vegna veikinda hjá sérfræðingi.
 • DNR og EUD, félagið tók þátt í 2 DNR fundum, 1 EUD fundi, fulltrúar tóku líka átt í norræn fundi aldraða hér á Íslandi ásamt því að sjá um NUL mótið.
 • Breyting á heilbrigðisverkefni. Félagið hefur ekki um hríð fengið styrki vegna heilbrigðisverkefnis frá velferðarráðuneytinu og því ákvað stjórn að loka fyrir sjóðnum og nota þetta litla fé sem eftir er í að hrinda af stað rannsókn í samvinu við HR, mjög svipað og 2004 en fókusinn verður meira um aðgang að sálfræðiþjónustu. Þetta gefur félaginu vonandi efni í hendur til að vinna hagsmunamálum að aðgengi að heilbrigðisþjónustu.  Áætlað að þessu verði lokið sumarið 2017.
 • Fréttir vikunnar, heimasíðan og Döffblaðið. Fréttir vikunnar fór af stað, heimasíðan var tekin í gegn og opnuð í vor. Döffblaðið hefur komið út 2x, í rafrænt í haust og í útgáfu í febrúar .
 • Framkvæmdaáætlun svar frá umboðsmanni Alþingis.  Félagið sendi ítrekað bréf á velferðarráðneytið og forsetisráðuneytð með ósk um svör um framhald á framkvæmdaáætlun en fékk engin svör frekar en önnur hagsmunafélög. Félagið sendi bréf á umboðsmann Alþingis í vor og fékk svör í lok sept að hann hafi móttekið bréfið og muni sækja eftir svörum hjá ráðuneytinu. Félagið búið að senda bréf með óskum um svör frá umboðsmanni Alþingis.
 • SKI HI – félagið hefur stutt við samstarfsverkefnið SkiHi og á fulltrúa sem situr í fundum vegna SkiHi. Verkefnið er enn tilraunaverkefni til 2018. Vilji allra að koma þessu inn og fá ríkið til að taka við reksturinn.
 • Bréf til Eyglóar vegna vinnusamninga, launaþak á því. Félagið sendi bréf á Eygló í vor með ábendingum varðandi vinnusamninga þar sem það er launaþak á því og hefur ekk hækkað samkvæmt vísitölunni.
 • Textunarfrumvarp  - enn bið.
 • Dagur Döff, málstofa um útrýmingu ÍTM.
 • Dagur ÍTM  2017, félagið ákvað að bjóða Forseta Íslands og þingmönnum Alþingis í stutta ævintýraferð um menningarheim Döff og gefa þeim tækifæri til að kynnast sögu Döff. Mikilvægur partur í vitundarvakningu og tenglsanets. Bíó í Bæjarbíó þar sem frumsýnt var efni sem unnið var með viðhorf til ÍTM. Efnið komið inná heimasíðu félagsins.


Ársskýrsla starfsfólks

Ársskýrsla starfsfólks

Kæru félagsmenn.

Árið frá síðasta aðalfundi hefur verið viðurðarrík. Sama dag og aðalfundurinn 2016 var kom umfjöllun sem starfsfólk og stjórn harmar. Þetta markaði mjög erfitt tímabil þar félagið er okkar daglegi vinnustaður. Gerðar voru breytingar í hausthappdrættissölu og ákveðið að fylgja bókun á aðalfundi 2016 að fá fleiri íslenska sölumenn. Félagið treystir á fjáröflun happdrættissölunnar og því mikilvægt að hún sé stöðug og í jafnværi. Án góðrar og skipulagðrar happdrættissölu er hætta á að þjónusta við félagsmenn og gæði félagsins myndu minnka. Í vorhappdrættissölunni 2017 og eftir endurskipulag í rekstri, innri endurskoðun á félaginu í heild sinni í samstarfi við lögfræðing og endurskoðanda félagsins, bættum reglum varðandi sölumenn og uppgjör hefur happdrættið verið skipulagt með þeim hætti sem stjórn í samstarfi við framkvæmdastjóra telur farsælast fyrir félagið og vonumst við eftir jákvæðu og samþættu átaki stjórnar, starfsfólks og ekki síst félagsmanna að gera félagið öflugt og gott félag. Styrktarsafnanir voru í minna lagi þar ákveðið var að vera ekki of áberandi svo stuttu eftir þennan neikvæða umfjöllun í Félags heyrnarlausra. Má því búast við taprekstri í rekstri félagsins fyrir rekstrarárið 2016 en sterkir innviðir félagsins gerðu það að verkum að við gátum tryggt grunnþjónustu félagsins. Samningar við hið opinbera héldu sínu striki en við náðum bættum samstarfssamningi við velferðarsvið Reykjavíkurborgar þar sem margra ára fundir og upplýsingagjöf til ábyrgðaraðila velferðarþjónustunnar í Reykjavík eru að skila árangri smátt og smátt.

Gunnur verkefnastjóri biðlar til félagsmanna að senda nýjar upplýsingar um búsetu, netföng og símanúmer hafi þeir breytt þeim á síðustu fáu árum því þegar við sendum netpósta út, sms eða bréf þá erum við að fá of mikið af þeim til baka vegna breytinga sem okkur hafa ekki verið tilkynnt.

Atvinnufulltrúi hefur aldrei haft eins mikið að gera í atvinnumálum og til samanburðar við önnur Evrópulönd eða Norðurlöndin þá er atvinnustaða döff nokkuð góð. Erfiðara er fyrir þá sem hafa lokið menntun að fá vinnu við sína menntun. 12 vinnustaðir sem fá reglulegt innlit atvinnufulltrúa. Í undirbúningi er frekari vinna félagsins í að efla virkni döff á vinnumarkaði. Félagið reynir að brúa þjónustu út í samfélagið og kerfið þegar við á, þetta er eitt stærstu verkefnum félagsins og er í bígerð að skoða frekari þarfagreiningu á hvernig þjónusta félagsins á að líta út á næstu 5-15 árum en eins og við öll vitum er samfélag döff að eldast og félagið þarf að aðlaga þjónustu sína eftir þörfum félagsmanna eftir því.

Fréttamiðlun og útgefið efni á vegum félagsins er mjög virkt og með vikulegum fréttum bæði innanlands og erlendis, þýddum greinum og annarri upplýsingagjöf á táknmáli, menningarefni auk efnis sem er í meira mæli sótt út fyrir félagið og gefur fjölbreytninni meira gildi. Döffblaðið kom út tvisvar í fyrra og gerir það aftur í ár. Búið er að bæta upptökuveri auk tölvu og klippibúnaðs sem Gunnar Snær umsjónamaður fréttamiðlunar og upptökumaðurinn Leszek hafa nýtt vel og munu vonandi nýtast vel um ókomna tíð.

Samstarf stjórnar og starfsfólks er mikilvæg þar sem allir hafa sín hlutverk á hreinu, vinna ötullega að því að gera gott félag betra.

Með kveðju frá starfsfólki Félags heyrnarlausra