Viðtal við Kolbrúnu Völkudóttur - Þáttur 18

27. maí 2016

Viðtal við Kolbrúnu Völkudóttur 

Í fréttum vikunnar er tekið viðtal við Kolbrúnu Völkudóttur, söng- og leikkonu, sem var ein af 11 táknmálsþýðendum Eurovision keppninnar. Eurovision keppnin var sýnd fyrir tveimur vikum ásamt táknmálsútgáfu í beinni útsendingu. 11 þýðendur þýddu og túlkuðu 42 lög á alþjóðlegt táknmál svo heyrnarlaust fólk alls staðar í heiminum gat fylgst með keppninni. Félag heyrnarlausra er mjög stolt af Kolbrúnu sem hún túlkaði einnig íslenska lagið, Hear Them Calling, eftir Grétu Salóme Stefánsdóttur. 

Í viðtalinu er fjallað um þátttöku hennar í verkefninu, hvernig námskeið hún tók í Stokkhólmi, hvernig hún var þjálfuð til að koma sem best fram í sjónvarpi og einnig um reynslu hennar við táknmálsþýðingarnar.