Matreiðslustund með Unni - Þáttur 19

3. jún. 2016

Matreiðslustund með Unni

Í þetta skiptið ætla Fréttir vikunnar að breyta aðeins dagskrárliðum með því að bjóða Unni kokk að deila með okkur einni af sumaruppskriftunum hennar áður en félagið lokar fyrir sumarfrí. 

Aðalrétturinn er þorskhnakki ásamt meðlæti og sósu. Unnur sýnir okkur einfalda og góða aðferð til að elda réttinn. Uppskriftin sést fyrir neðan og er fyrir tvo.  Við þökkum Hönnu Láru Ólafsdóttur fyrir lán á eldhúsi hennar í þættinum. 

Uppskriftin: Sumarþorskur 
Réttur fyrir 2 

Þorskur í plastpoka: 
400 gr þorskahnakki
1 stk rifinn sítrónubörkur
1 msk olía
2 tsk smjör
1 stk rósamarín
2 tsk sjávarsalt 

Steikið þorskinn á heitri pönnu  með olíu og smá smjöri þar til þorskurinn er orðinn gullbrúnn. Setjið hann þá í “IKEA" plastpoka með rennilás ásamt  öllu hráefninu. Vatn sett í  pott og hitað í 60°C, setjið þorskinn og meðlætið í pokanum í pottin í ca. 5 mín. 

Israeli Couscous með möndlum og brokkoli 
120 gr. israeli couscous eða annað couscous
500 ml vatn
100 gr möndlur
¼ brokkolihaussalt eftir smekk 

Vatn sett í pott og suðan látin koma upp. Þá er couscous sett út í, látið það  sjóða í 3 mín og potturinn tekinn af hellunni en couscousið látið bíða í vatninu i nokkrar mín þar til það er mjúkt. Þá er það sigtað og skolað aðeins. Bætið smá olíu út í svo það verði mýkra. Saxið möndlur og brokkólí og blandið vel saman við couscousið. Bætið við salti og smjöri eftir smekk. 

Ferskt fennel og brokkoli salat 
¼ fennel
¼ brokkolí
kerfill
salt
safi úr ½ sítrónu
smá olía (má sleppa)
 

Skerið fennel og brokkoli mjög þunnt, gott að nota mandólín. Saxið kerfilinn, magn eftir smekk og blandið öllu saman við safann, salt og olíu. 

Mangó-rjómasósa
3 msk mangó churty eða sulta 
250 ml rjómi
5 stk heill negull 

Allt sett saman í pott og látið sjóða þar til sósan fer að þykkna, sigtið. Verði ykkur að góðu.