Gamlar og góða minningar - Þáttur 20

10. jún. 2016

Gamlar og góða minningar

Félag heyrnarlausra fór af stað með tilraunaverkefnið, Fréttir vikunnar, sem hefur heppnast vel. Tekin hafa verið viðtöl við áhugavert fólk um vinnu þeirra, áhugamál og fleiri verkefni er tengjast málefnum heyrnarlausra og táknmáli. Einnig hafa Fréttir vikunnar farið í heimsóknir til að efla fræðslu fyrir félagsmenn. Nú í sumarbyrjun breytist áherslan aðeins.

Fréttir vikunnar ætla að sýna ykkur áratuga gömul brot úr  myndböndum úr geymslu Heyrnleysingjaskólans sem nú er verið að færa á nútíma myndbandsform. 

Á þessum tíma tók Félag heyrnarlausra upp mikið af myndböndum er tengdust menningu heyrnarlausra, ráðstefnur, ýmsa viðburði og o.fl sem hægt væri að telja upp. Í leitirnar kom myndbrot frá útilegu þar sem heyrnarlaust fólk kom saman í Hveragerði árið 1987 og einnig var farið í ferð til Vestmanneyja. Í öðru myndbandi má sjá frá heimsókn til Færeyja árið 1996 og smábrot úr stuttmynd sem einhver heyrnarlaus klippti og sýndi á árshátíð Félags heyrnarlausra árið 2002. Fréttir vikunnar vonar að þið hafið gaman af þessum myndböndum.