Doktorsvörn í líffræði - Þáttur 29
Viðtal við Dr. Þórður Örn Kristjánsson
Dr. Þórður Örn Kristjánsson er fyrstur heyrnarlausra á Íslandi til þess að ljúka doktorspróf í líffræði frá líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann varði á doktorspróf sitt í Öskju þann 2. September og við vörnina hans voru bæði táknmáls- og rittúlkur til þess að styðja við samskipti Þórðar og andmælenda við vörnina sem var í fyrsta skipti hér á Íslandi.
Í verkefninu skoðaði Þórður það sem getur haft áhrif á varp æðarfugla við Breiðafjörð. Breiðafjörður er mikilvægasta búsvæði æðarfulgsins hérlendis og dúnninn hefur verið nýttur þar frá landnámi. Niðurstaðan sem Þórður Örn færir okkur eru þau gleðileg tíðindi fyrir land og þjóð að dúntekja hér á landi virðist hafa lítil áhrif á afkomu æðarkollna í mjög þéttu varpi og getur því talist vistvæn.