Dagur Döff 2016 - Þáttur 30
Dagur Döff
Félag heyrnarlausra skipulagði Dag Döff eða Dag heyrnarlausra í félagsheimilinu sínu síðustu helgi. Biðstofunni hefur verði breytt og orðin hlýlegri eins og döffheimili. Áður en félagið var stofnað árið 1960 var það þannig að döff hittust heima hjá hver öðrum og nutu samvista þar og því var markmiðið með breytingu á biðstofunni að gera hana heimilslegri og leyfa sögu heyrnarlausra að njóta sín. Félagið bauð félagsmönnum og gestum að koma og skoða stofuna föstudaginn 23. september og boðið var upp á kaffi og kökur. Biðstofan hefur enn ekki hlotið nýtt nafn.
Laugardaginn 24.september var málsstofa í sal félagsins þar sem þemað var íslenskt táknmál í útrýmingarhættu. Þrír fyrirlesarar tóku til máls, Nathaniel Muncie, Sigríður Vala Jóhannsdóttir og Árný Guðmundsdóttir, þar sem fyrirlestrar þeirra beindust allir að þema málstofunnar. Um kvöldið var síðan grillaðir hamborgarar að hætti félagsins og allir voru ánægðir með helgina.