Dagur Döff 2017 - Þáttur 48

27. sep. 2017

Dagur Döff 2017

Í síðustu viku var alþjóðavika döff, sem er átaksvika til að bæta vitund fólks um samfélag heyrnarlausra á mörgum sviðum og tilgangurinn er að fólk komi saman og sýni samstöðu og sýni heiminum þessa sameingingu.

Þema vikunnar var „ Full þátttáka með táknmáli“ þar sem boðið var upp á skemmtilega dagskrá, listasýningu Kjarvals á Kjarvalsstöðum með táknmálstalandi leiðsögumanni, barnakaffihús í Félagi heyrnarlausra þar sem döff börn fengu tækifæri til að baka vöfflur og þjóna gestum. Síðan var stuttmyndin Kári eftir Elsu G. Björnsdóttur sýnd í bíó Paradís, farið var út að borða á veitingastaðnum Kryddlegin hjörtu og kvöldið endaði á sýningu stuttmyndar eftir Leszek Daskowski á bjórkvöldi í félagsheimilinu.