Endurlífgun radd- og táknmáls - Þáttur 47

14. sep. 2017

Endurlífgun radd- og táknmáls

Á föstudaginn var, var haldið málvísindakaffi í Veröld, húsi Vigdísar, þar sem Dr. Juan Pablo Mora málvísindamaður í Háskóla í Seville hélt erindi um endurlífgun radd- og táknmáls í verkefnum tengdum samfélagsþátttökunámi. Hann sagði að kjarni tungumála í heiminum væri að hverfa, sérstaklega í þeim málum sem eru í útrýmingarhættu og málvísindamenn vinna í því að rannsaka tungumál en vandamálið við það er að þeir hafa þekkingu á máli án þess að nýta hana.

Hann sagði frá nýjum aðferðum og samfélagsmiðlum sem hann hefur unnið með Mixtecan tungumál í Mexíkó rúmlega 25 ár. 

Með aðferðunum og samfélagsmiðlun hafa nemendum gefist tækifæri til að læra um málið og menninguna en verða meðvituð um erfiðleika þess að halda málinu lifandi. Þau fá innblástur til að styrkja málið og vekja athygli á því í samfélaginu, þökk sé nýju aðferðinni. Einnig var unnið sambærilegt verkefni með spænskt táknmál í Sevilla, málvísindanemendur á fjórða ári gerðu sín eigin verkefni og fræðslu fyrir aðra um táknmálið.