Frá Danmörku til Íslands - Þáttur 46

1. sep. 2017

Frá Danmörku til Íslands

Tekið er viðtal við Heiðdísi Dögg Eiríksdóttur, formann Félags heyrnarlausra, og Júlíu Guðnýju Hreinsdóttur, táknmálskennara, sem fóru á alþjóðlega ráðstefnu döff fræðimanna (International Deaf Academics and Researchers Conference eða DAC) í byrjun ágúst, sem var haldin í áttunda skipti í Kaupmannahöfn. Þær segja frá markmiði ráðstefnunnar og hvaða fyrirlestrar og fræðslur voru í boði fyrir döff gestina.