Gaman Saman í heimsókn - Þáttur 49

10. okt. 2017

Gaman Saman Á miðvikudaginn komu döff börn úr Gaman Saman sem Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra skipuleggur fyrir börn í heimsókn til Félags heyrnarlausra. Þar fengu þau kynningu um starfsemi og hlutverk félagsins og helstu baráttumál vegna réttinda döff og táknmáls. Eftir kynninguna fékku þau smá gjöf með heim.