Hæfileikakeppni í Stokkhólmi - Þáttur 50

13. okt. 2017

Hæfileikakeppni í Stokkhólmi

Gunnar Snær Jónsson og Snædís Björt Guðmundsdóttir fóru fyrir hönd Íslands til Stokkhólmar síðast liðna helgi. Félag heyrnarlausra fyrir ungt fólk í Stokkhólmi (SDUR) fékk þann heiður að skipuleggja hátíð fyrir Evrópumiðstöð heyrnarlausra fyrir ungt fólk (EDYC) sem stofnað var í London fyrir tveimur árum. 

Á sama tíma fögnuðu þau 30 ára starfi EUDY sem hefur unnið frá upphafi í að styðja ungt fólk til að taka þátt í ýmsum viðburðum og gefa innblástur til að skapa sterkara samfélag heyrnarlausra síðan 1976. Á dagskránni var hæfileikakeppni og EXPO.