Mastersritgerð um menningu döff - Þáttur 57
Mastersritgerð um menningu döff
Haukur Darri Hauksson skrifaði mastersritgerð um menningu döff, hann kemur í viðtal í þættinum og fjallar um rigerðina sína og af hverju hann valdi þetta viðfangsefni til að skrifa um. Haukur Darri er CODA foreldrar hans eru bæði döff og því hefur hann upplifað bæði menningarheim döff og heyrandi. Í viðtalinu fjallar hann meðal annars um viðhorf til ÍTM og hvort ekki þurfi að efla enn frekar táknmálsumhverfi nýrra kynslóða.