Fræðsluefni um fíkn

Fræðsluþáttur um fíkn til minningar um Rafn Einarsson.

Minning Rafns Einarssonar

Félag heyrnarlausra bjó til fræðsluþátt um fíkn, afleiðingar hennar og leið til bata til minningar um Rafn Einarsson. Valdís Ösp Ívarsdóttir, fíknifræðingur, hefur starfað hjá Shalom frá 2003 og segir frá afleiðingum fíknar. Þá segir Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur, frá áhrifum fíknar á líkamsstarfsemi. Rúnar Freyr Gíslason er samskiptafulltrúi hjá Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda og segir hann frá samtökunum sem bjóða þjónustu fyrir fólk með fíknivandamál.