Íslenskt táknmál er mín íslenska

Anna Jóna Lárusdóttir um mikilvægi íslensks táknmáls.

Íslenskt táknmál er mín íslenska

Degi íslenska táknmálsins er fagnað 11. febrúar ár hvert. Íslenskt táknmál er eina „hefðbundna" minnihlutamál á Íslandi og er fyrsta mál um 200 Íslendinga. Enn fleiri nýta sér íslenskt táknmál í daglegu lífi og starfi.

Í tilefni dagsins í ár er lögð áhersla á sýnileika táknmálsins í miðlum og hefur Málnefnd um íslenskt táknmál í samstarfi við RÚV, Félag heyrnarlausra og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, undirbúið birtingu myndskeiða um íslenskt táknmál.

Í myndskeiðunum eru viðmælendur spurðir tveggja spurninga: Af hverju er íslenskt táknmál mikilvægt fyrir þig? og Af hverju ert þú mikilvæg/-ur fyrir íslenskt táknmál?