Kynningarmyndband um táknmálstúlkun
Markmiðið er að gefa fólki tækifæri til að fræðast um íslenskt táknmál og táknmálstúlkun.
Kynningarmyndband um táknmálstúlkun
Félag heyrnarlausra hefur útbúið kynningarmyndband um táknmálstúlkun og mikilvægi hennar og sent öllum þingmönnum landsins. Markmiðið er að upplýsa og kynna fyrir almenningi og yfirvöldum mikilvægi táknmálstúlkunar og út á hvað hún gengur. Einnig upplýsum við útreikning á ávinningi þess fyrir yfirvöld að kosta atvinnutúlkun fyrir heyrnarlausa en sparnaður fyrir ríkið að hafa döff á vinnumarkaði með 320 þúsund krónur á mánuði í stað þess að vera óvirkur bótaþegi heima er tæpar 2,5 milljónir króna á ári. Þetta er því ekki eingöngu spurning um mannréttindi sem það vissulega er, heldur stórkostlegan sparnað fyrir ríkið að döff geti unnið og fengið aðgang að vinnustaðatúlkun.