Ég er kominn heim í samstarfi við KKÍ

Hulda María Halldórsdóttir syngur lagið á íslensku táknmáli ásamt körfuknattleiksfólki frá KKÍ.

Ég er kominn heim

Félag heyrnarlausra og Körfuknattleikssamband Íslands unnu samstarfsverkefni þar sem íslenska dægurlagið „Ég er kominn heim” var þýtt yfir á íslenskt táknmál og sungið af Huldu Maríu Halldórsdóttur. Körfuknattleiksfólkið tók þátt í því að syngja á táknmáli. SignCrew sá um gerð myndbandsins.