Október 2015, Kaupmannahöfn
23. - 25. október 2015
Norðurlandaráð heyrnarlausra héldu fund í Kaupmannahöfn í Danmörku dagana 23. - 25. október 2016. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir formaður og Daði Hreinsson framkvæmdastjóri fóru fyrir hönd félagsins.
Föstudagur 23.október 2015.
Döffskóli við Kastelvei. Fórum í heimsókn til Döffskóla á Langenline eða Kastalvei eins og hann er oftast kallaður, þar sækja um 20 döff börn sem reiða sig á danskt tákmál nám en alls eru um 900 nemendur við þennan skóla en um 5-600 við Langenline. Þessi skóli vinnur markviss með barnasáttmála UNICEF og hefur fengið viðurkenningu frá UNICEF. Á móti okkur tók kennari sem hefur verið við skólann í mörg ár og sér um táknmálsdeildina í skólanum. Hún fór yfir sögu og þróun skólans, segir frá hve mikilvægt er að vinna með foreldraráðiðinu og fá þeirra stuðning í baráttunni að skólinn hafi táknmálið og fái áfram þann stuðning sem þarf til að efla táknmálið og veita börnum sem reiða sig á táknmál menntun. Áður fyrr var nokkuð um að orðin ,,heyrnarlaus” eða ,,táknmál” voru ekki áberandi vegna fordóma hjá sumum í þjóðfélaginu. Núna stendur fólk fast á því að hér notum við táknmál og ef foreldrar vilja ekki táknmál fyrir barnið sitt þá hafa þau val að fara í annan skóla þar sem ekki er táknmál.
Instituttet for Manneskerettigheder (IMR) / Mannréttindaskrifstofa. Fórum í heimsókn á mannréttindaskrifstofuna, hann Steen Bengtsson kynnti fyrir okkur könnun sem hann framkvæmdi ásamt öðrum döff að beiðni Menntamálaráðuneytisins í Danmörku. Í þessari könnun má sjá félagslega líðan og menntun hjá Döff, heyrnarskertum og börnum með CI í samanburði við börn án heyrnarskerðingar og börn með einhverja fötlun. Áhugavert var að sjá kynninguna og skemmtilega umræður um könnuna. Þess má geta að foreldrar svöruðu könnuninni en í Finnlandi er nýlega búið að klára slíka könnun sem var í höndum umboðsmanns barna og í þeirri könnun voru börnin sem svöruðu sjálf.
Laugardagur 24.október og sunnudagur 25.október 2015.
Mættir eru fulltrúar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Íslandi og Grænlandi.
Farið yfir fundardagskrána og samþykkt að bæta við nokkrum liðum er snúa að viðburðum.
Fundargerð síðasta fundar (apríl 2015) samþykkt og engar athugasemdir.
Rætt um tékklistann, búið að klára öll verkefnin og munum við útbúa nýjan tékklista í tengslum við vinnu verkefnaáætlunar DNR 2016-2018. Á tékklistanum var óskað eftir að skýrslur landanna yrði gerð á táknmáli, eingöngu Ísland og Danmörk gerðu á táknmáli. Stefnt að bæta úr þessu á næsta fundi.
Farið yfir samstarf DNR og PCN vegnar fundar sem var í desember 2014, rætt um ánægju fulltrúa PCN að fá DNR með í samstarf. Janne Niemale ætlar að hafa samband við Berglindi Stefánsdóttur og kanna næstu skref í samstarfi DNR og PCN.
Aðeins rætt um næsta DNR fund sem verður á Íslandi í vor 2016. Hugmyndir að fá fulltrúa frá mannréttindaskrifstofunni, umboðsmann Alþingis til að segja frá málum Fh, Hafdísi til að segja frá málum sem Fh hafa unnið með og eru í vinnslu.
Maarkuu segir frá að IDA (alþjóðasamtök fatlaða) hafa ekki fyrir löngu síðan gert tékklista sem skólar geta farið yfir og merkt hjá sér til að vega og meta hvort hann sé að vinna með ,,skóla án aðgreiningar”. Túlkun á skóla án aðgreiningar er mjög misjöfn og flestir döff vilja vera saman í hóp vegna táknmálsumhverfsins.
Danmörk og Svíþjóð segja frá lagaramma sem lönd innan EU/ESB eru í, s.s ef sveitarfélag óskar eftir tilboð í túlkaverkefni þá þarf að bjóða verkið út innan landsins en ef verkið á áætlað yfir 40.000 Evrur þá þarf að bjóða verkið út innan Evrópu sem er nokkuð flókið vegna táknmálsins. Samkeppniseftirlit í Danmörku komst þó að þeirri niðurstöðu að ef um er að ræða útboð sem tilheyrir félags- og velferðarmála þá er nóg að bjóða verkið út innan landsins. Í Svíþjóð var nýlega boðið út í fjartúlkun og var það fyrirtæki í Finnlandi sem fékk verkið svo spennandi verður að sjá hvernig þetta fer.
Rætt um ferlið frá því barn greinist með heyrnarskerðingu, í Noregi er teymi kemur strax saman um leið og grunur leikur á heyrnarskerðingu sama hver mikil skerðingin er hjá barni, foreldrar fá góða möguleika á þverfaglegu upplýsingum og teymið vinnur áfram sama hvernig sem valið verður hjá foreldrum. Sjá má í Noregi prógrammið sem kallast ,,Se Mit Språk” sem hefur gefist vel fyrir barn og foreldra. Í Svíþjóð er líka nokkuð svipað teymi en í Danmörku er þetta eingöngu læknisfræðilegt, nýlega kom upp atvik þar sem foreldrar barns sem er 4ra ára og hafði fengið KÍ sem virtist ekki hafa skilað áætluðum árangri lentu á vegg. Læknarnir sögðust ekkert meira geta gert, enginn félagsráðgjafi engin tilvísun sem er vond staða fyrir foreldrana og barnið.
Farið yfir samstarfstengla við DNR, t.d málnefnd tungumála í norðurlöndum og þar á meðal norrænn fundur málnefnda um táknmál. Tekin ákvörðun að Svíþjóð hafi samband við Tommy Lyxell og kanni stöðuna á samstarfi eða auknu upplýsingum milli DNR og málnefnda táknmálsins á norðurlöndum. Upplýst á næsta fundi.
Grænland er ekki í sterkri stöðu fjárhags- né félagslega, rætt um hvort Ísland taki að sér að bjóða fulltrúum DNR frá Grænlandi til Íslands á næsta fundi. Danmörk bauð fulltrúum Grænlands núna á fundinn. Ísland mun skoða styrki og sjóði sem tengjast samstarfi Grænlands, Færeyja og Íslands og leggja það fram á stjórnarfundi á Íslandi hvort Ísland eigi að bjóða fulltrúum Grænlands á DNR fund vorið 2016.
Farið yfir verkefnaáætlun DNR 2016-2018. Nokkrar tillögur komu frá öllum fulltrúum. Danmörk mun taka að sér að setja þetta saman og leggja fram á DNR fundi vorið 2016. Ísland mun þar á meðal taka að sér að kanna stöðu og rétt barna í skólum á Norðurlöndum og kynna það á DNR fundi vorið 2016.
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir