Mars 2017, Helsinki
Norðurlandaráð heyrnarlausra héldu fund í Helsinki í Finnlandi dagana 24. – 25. mars 2017. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir formaður og Hjördís Anna Haraldsdóttir varaformaður fóru fyrir hönd félagsins.
DNR Helsinki 24.-25.mars 2017
Fulltrúar fyrir hönd Íslands, Heiðdís Dögg og Hjördís Anna. Fundur var settur og fulltrúar frá hinum Norðurlöndum kynntu sig. Spurningar og umræður um skýrslur hvers lands fyrir sig. Skýrslur voru á táknmálsviðmóti þar sem mátti sjá þær fyrir fund til að spara tíma.
- Umræður um EUD í Malta, framboð í stjórn EUD og tillögur frá Norðurlöndum.
- Svíþjóð kynnti ráðstefnu sem verður í Svíþjóð 15.-18.júni.
- Rætt um samráðsfundi varðandi sáttmála fólks með fötlun, búið að hafa tvo slíka fundi þar sem farið var yfir grein nr. 24 og síðast grein nr. 30. Ísland beðið að skoða það að hafa næsta samráðsfund á Íslandi þar sem verður skoðað grein nr. 19. Tekið til athugunar.
- Stefna á að hafa DNR fund í Svíþjóð haustið 2017, og samtímis málþing um ,,Bra start i liv”.
- Rætt um verkefnaáætlun DNR 2015-2022. Bætt við að gera samantekt og vinnupunkta fyrir þá sem eru að fara að gera skuggaskýrslu sáttmála fólks með fötlun þar sem áherslan er á táknmál og döff. WFD og EUD hafa lokið við slíka vinnu, mikilvægt að DNR eigi slíka punkta þar sem margt er líkt með norðurlöndin.
- Umræður um flutninga innan norðurlanda og rétt til túlks.
- Rætt um CEFR fyrir alþjóðlegt táknmál og Lead-K sem hefur verið þróað í USA.
- Rætt um útrýmingarhættu táknmálsins í norðurlöndum og umsóknarferli hjá UNESCO.
- Rætt um stefnumótun og verkefnaáætlun, að erfitt að gera langtímaáherslur því umhverfi og stjórnmálin hafa mikil áhrif á áherslumál hvers tíma.
- Beiðni þess að hvert land fá samþykki fyrir því að leggja út 1000 evrur fyrir rafræna útgáfu sögu DNR.
- Rætt um samráðsfund vegna flóttafólks og áætlanir fyrir þau til að aðslagast samfélaginu.
- Samþykkt að á næsta DNR sem verður í Svíþjóð þá muni þau bjóða fulltrúa frá Grænlandi á þann fund, reynt verður að hnýta betur hvernig norðurlöndin geta aðstoðað Grænland í sínum hagsmuna- og réttindamálum.
Fulltrúar DNR kíktu á NUS (Nordic Ungoms Seminar).