Mars 2018, Kaupmannahöfn
Norðurlandaráð heyrnarlausra héldu fund í Kaupmannahöfn í Danmörku dagana 09. - 10. október 2018. Hjördís Anna Haraldsdóttir varaformaður fór fyrir hönd félagsins.
Fundur var settur og fulltrúar frá hinum norðurlöndum kynntu sig. Forföll frá Svíþjóð.
Hvert land kynnti stuttlega skýrslu, nefndi 3-5 helstu atriði frá síðasta fundi. Spurningar og umræður um skýrslur hvers lands fyrir sig.
Umræður um Menningarhátíð döff í Kaupmannahöfn í lok sumars 2018. Norðmenn taka við keflinu eftir hátíðina. Rætt um hvað gera þurfi fyrir hátíðina, hvaða efni DNR muni koma með á hátíðina ásamt undirbúningsefni.
Norðmenn kynntu afmælisdagskrána sína sem verður í maí 2018 vegna 100 ára afmæli NDF.
Hittum fulltrúa frá Hello Norden, rætt var um starfsemi þeirra ásamt hvað gera mætti betur til að Döff geti flutt á milli norðurlanda í tengslum við táknmálstúlkun til dæmis.
Fulltrúi frá regnhlífarsamtökum öryrkja frá Danmörku hitti okkur og ræddi við okkur um þeirra starfsemi ásamt setu hennar fyrir hönd regnhlífarsamtaka á norðurlöndum í velferðarnefnd norðurlanda.
Farið yfir verkefnaáætlun DNR og stöðumat ásamt endurmati. Rætt um stefnumótun og verkefnaáætlun, að erfitt að gera langtímaáherslur því umhverfi og stjórnmálin hafa mikil áhrif á áherslumál hvers tíma.
Fulltrúar DNR ásamt félagi döff í Kaupmannahöfn stóðu fyrir opnu kvöldi þar sem farið var yfir sögu DNR, áherslu og störf DNR ásamt því fengu gestir tækifæri til að spyrja fulltrúa spurninga er snéru að DNR