Október 2016, Kaupmannahöfn

Norðurlandaráð heyrnarlausra héldu fund í Kaupmannahöfn í Danmörku dagana 14. - 16. október 2016. Hjördís Anna Haraldsdóttir varaformaður fór fyrir hönd félagsins.

Hjördís Anna Haraldsdóttir fór fyrir hönd Félag heyrnarlausra. Í þetta skipti fór einn fulltrúi á DNR fundi. Fundurinn var haldinn í Döff félag í Kaupmannahöfn, Brohusgade 17. Fundagestirnar gistu á Wakeup hótel sem var stutt frá Kongens Nytorv. (20-30 mín göngufæri til Brohusgade 17).

Fundurinn sjálft var fyrst og fremst farið í gegnum tékklista frá síðasta DNR fundi (14.-17. Apríl 2016, Reykjavík, Ísland). Hjördís hefur farið í nokkra DNR fundir gegnum árin og fundurinn var í öðru sniði en „venjulega“. Starfsmaður DNR‘s Jenny Nilsson og formaður DDL Janne Boye Niemelä stýrðu fundina. Janne aðallega gegnum almenna fundadagskrá en Jenny leiddi okkur gegnum tékklista og farið var yfir og rætt stuttlega. Einnig var stefnumál DNR 2015-2022 yfirfarið og samþykkt.

Samantekt úr stefnumálsins og DNR málefni.

Stefnumál DNR 2015-2022 er unnið af fulltrúum frá Danmörku, Finnlands, Íslandi, Noregs og Svíþjóðs. Næst verður Stefnumál DNR uppfært árið 2020 undir leiðsögn Noregs. Þá verður unnið fyrir Stefnumál 2022-2026. Fyrst og fremst er að, vinna að stefnumál samfélagsins í Norðulöndum, fylgjast með póltískan skjöl og koma með tillögur að umræðu ákveðna málefni. (Bráðabrigðaþýðing yfir stefnumál) 

  • Viðhalda góð samskipti við samstarfsaðilum / Norðulanda tengslanet.
    DNR verður að vera sýnileg og hafa áhrif á pólitíska málefni.
  • Hindrun á frjálsri búsetu/ferð á Norðurlöndum,
    DNR er að vinna að búa til norræna samvinnu um aðgengi og rétt að túlkaþjónustu yfir landamæri. Í samvinnu við DNUR - bæði í námi og á vinnumarkaði.
  • Styrkja stöðu táknmáls á Norðurlöndum
    DNR er að vinna til að tryggja að táknmál staða verði í bestu gæðum.
  • Styrkja menntun í táknmáli
    DNR vinnur að kennslu táknmáls á hvaða aldri er á faglegum vettvangi Norðurlandanna samkvæmt SRFF ákvæði. 24. (Menntun)
  • Varðveita Döff menningararf
    DNR vinnur að styðja og varðveita Döff arfleifð á Norðurlöndum
  • Ástandið Döff flóttafólksins á Norðurlöndum
    DNR vinnur að deila ábyrgð og að veita stuðning fyrir Döff flóttamanna í Norðulöndum.
  • Stuðningur við Grænland
    DNR vinnur að tryggja stuðning við Döff félag í Grænland

Svo er ítarlegra útlistað hvernig er lagt til að ná þeim markmiðum í fylgiskjal stefnumálsins.

Skoða sjónarmið norræna þjóðanna til SRFF sáttmála sérstaklega ákvæði 24. Hafa til hliðarsjónar UNESCO um að varðveita og vernda Döff menningararf í Norðulöndum. Finna út hver „á“ (eignar sér) táknmál og hver ákveður þróun táknmálsins.

Tillaga að umræðuefni um:

  1. Döff  börn eiga að öðlast góð byrjun á lífinu með þverfaglegt ráðgjöfum, hvað er gott ráðgjöf og hvernig er þeim útlistað.
  2. Norrænt sjónarhorn á SRFF sáttmála ákvæði 24. Táknmálskóli, þróa hugmynd um hvað er „besta“ skóli fyrir Döff og heyrnarskerta börn.
  3. Skilgreina hlutverk/væntingar Döff félög. Skoðanaskipti um frekari gagnsæi DNR. Og hvernig er hægt að DNR verði aðgengilegri Döffurum á Norðurlöndum.
  4. Hver „á“ (eignar sér) táknmál, hver stýrir þróun táknmálsins? Skoðunskipti fókuserað á að táknmál er tungumál Döff og þess vegna á það vera þróað af Döffurum. Hverjir geta selt táknmálsmenntun?
  5. Hvernig má að stuðla að hagsmunasamtök okkar með heyrnaskerðingu, foreldra heyrnarlausa og heyrnarskertu börn.
  6. Umræðu um norræna reynslu við að berjast audisma og útrýma kerfisbundið fordómar.
  7. Samstarfssamningur um Döff hugmyndafræði og pólitíska stefnumál með PCN tengslanet (sem samanstendur af þjónustustofnana í döff samfélag í Norðulöndum). 

Norræn menningarhátíð verður haldinn í Kaupmannahöfn 2.-5. Ágúst 2018. Eftir það fer Noregur með formennsku DNR til ársins 2022. Eftir það tekur Ísland við.

Þetta er helstu málefni sem DNR vinnur eftir og ýmislegt málefni skiptast á milli landanna og upplýsingaöflun eru unnin með að gera gátlista sem eru settar á DNR fundum. Næsti fundurinn verður í Helsinki 24.-26. Mars 2017. (Fundurinn átti upphaflega vera í Osló en með samvinnu við DNUR var fundur færður til Helsinki fyrst og fremst vegna NUS ráðstefnu DNUR verður í Helsinki. Mikilvægt er að viðhalda samstarf milli DNR og DNUR með því að hafa fundir á sama stað og tíma). 

Skýrsla var unnið af Hjördísi Önnu Haraldsdóttur