Aðalfundur félagsins 2017

Fundargerð aðalfundsins Félags heyrnarlausra 23. maí 2017.

Táknmálsviðmót

Aðalfundur Félags heyrnarlausra 23. maí 2017, haldinn í húsnæði Félags heyrnarlausra, Þverholti 14, 105 Reykjavík. 

 

 1. Formaður félagsins setur fundinn
  Fundur settur kl. 17:10. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir (HDE) opnar fundinn.
 2. Kosning fundarstjóra
  HDE , tillaga stjórnar að Berglind Stefánsdóttir (BS) verði fundarstjóri aðalfundar 2017. Samþykkt.
  BS fer stuttlega yfir fundargögn s.s atkvæðismiðana (grænn, rauður og gulur) og kjörseðilinn. Jan og Harpa bjóða sig fram til að telja atkvæðismiðana þegar á við. Fundargestir eru 35 maður. Fundurinn er tekinn upp og nýttur sem fundargerð ef þarf. Engar athugasemdir.
 3. Kosning ritara
  BS, tillaga að Árný Guðmundsdóttir (ÁG) verði fundarritari, meirihluti samþykkur.
  Breytingartillaga á fundarskrá, að liður e) og d) skiptist. Meirihluti samþykkur.
 4. Endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta almanaksár lagðir fram til samþykktar
  Jón Rafnar Þórðarson (JRÞ)  fer yfir endurskoðaða reikninga frá síðasta ári. Reikningarnir voru endurskoðaðir án athugasemda.
  Engar spurningar og reikningar bornir upp til samþykktar.  Niðurstaða: 1 gult atkvæði og 35 græn atkvæði, reikningar eru samþykktir.
  Fundargestir nú 36.
 5. Ritari les fundargerð síðasta aðalfundar
  Myndband ritara sýnt á skjá, Gunnar Snær Jónsson (GSJ) les fundargerð síðasta aðalfundar.
  Engar athugasemdir, meirihluti samþykkir fundargerð síðasta aðalfundar og er klukkan orðin 17:52.
 6. Formaður les skýrslu stjórnar
  Myndband af formanni félagsins sýnt á skjá, HDE les skýrslu stjórnar.
 7. Umræður um skýrslu stjórnar
  Engar bókaðar umræður um skýrsluna. Meirihluti samþykkir.
  Gestir núna 38.
 8. Bornar upp tillögur er fyrir fundinn hafa verið lagðar.
  HDE , stjórnin kemur með tillögur að lagabreytinum. Myndband sýnt á skjá og var það á heimsíðu félagsins fyrir aðalfund.
  Hjördís Anna Haraldsdóttir (HAH) útskýrir nánar breytingartillögur á lögum félagsins.
  Tillaga stjórnar er að bæta við texta í lið a) „og reiðir sig á ÍTM til tjáningar og samskipta“.

  a) Fæðst hefur heyrnarlaus eða heyrnarskertur, misst hefur heyrn eða hefur verulega skerta heyrn, svo fremi sem heyrnarleysið eða heyrnarskerðingin stafi ekki af ellihrumleika og sem reiðir sig á íslenskt táknmál til tjáningar og samskipta.
  Tillagan er samþykkt.

  HAH –önnur breytingartillaga er að 3 gr c) á lögheimili á Íslandi  detti út og d verði að c.
  Tillagan er samþykkt.
  Þriðja breytingartillaga er að 7. gr liður d) falli niður og ný málsgrein bætist við í 9. gr varðandi fundargerð aðalfundar.

  Fundargerð aðalfundar skal birt á heimasíðu félagsins innan tveggja vikna frá lokum aðalfundar. Þeir félagsmenn sem kunna að hafa athugasemdir við efni fundargerðar skulu koma þeim á framfæri við stjórn innan einnar viku frá birtingu fundargerðarinnar.
  Niðurstaða:  31 grænir, 2 rauðir  1 gulur – samþykkt með meirihluta atkvæða.
  Pása í 20 mín (kl 18:19) Gestir nú 37.
 9. Kosning:
  - kosning tveggja aðalstjórnarmanna til tveggja ára
  Fundur hefst aftur að loknu kaffihlé kl 18:45.

  Viðstaddir eru 37 gestir og dyrum lokað. Fulltrúi kjörnefndar boðaði forföll svo fundarstjóri stýrir kosningu. Það eru þrír í framboði í stöður tveggja aðalstjórnarmanna til tveggja ára:
  Ingibjörg Andrésdóttir – Didda (IA)
  Nathaniel Doyle Muncie – Nate (NDM)
  Þórður Örn Kristjánsson – Dotti (ÞÖK)
  Frambjóðendur kynna sig stuttlega og segja frá ástæðum þess að þeir bjóði sig fram.
  Fundarstjóri ítrekar að merkja við tvö nöfn, eitt eða þrjú ógildir kjörseðilinn.

  Gunnar Snær og Guðmundur Ingason sjá um talninguna. Niðurstaða:
  Dotti: IIIII IIIII IIIII IIIII I = 21
  Didda: IIIII IIIII IIIII IIIII IIIII IIIII I = 31
  Nate: IIIII IIIII IIIII IIIII IIIII I = 26
  Ógildir: 0

  Kjörseðlar í heild 39

  - kosning formanns til tveggja ára
  HDE sjálfkjörin áfram til tveggja ára, til 2019.
 10. Önnur mál
  HDE er með 4 atriði fyrir hönd stjórnar.

  Kjörnefnd – beiðni frá stjórn að fá þrjá í kjörnefnd. Guðmundur Ingason (GI),Uldis Ozols (UO) og Karen Eir Guðjónsdóttir (KEG) bjóða sig fram.

  Samþykkt með meirihluta aðalfundarmanna.

  Annað mál stjórnar er félagsgjaldið, stjórnin leggur til að það verði óbreytt. Samþykkt með meirihluta aðalfundarmanna.

  Þriðja mál stjórnar – Stjórnin óskar eftir áhugasömum í nefnd í að skipuleggja eða koma með hugmyndir að Alþjóðaviku döff og dag döff í lok september 2017. Ef engin býður sig fram mun hugsanlega engin dagskrá vera. Enginn býður sig fram.

  Fjórða mál stjórnar. Ítrekar mikilvægi þess að taka þátt í rannsókninni HR um aðgengi að sálfræðiþjónustu. Allir velkomnir á skrifstofu félagsins og fá aðstoð ef þess er óskað.

  Anna Jóna Lárusdóttir,  óskar eftir að það verði ákveðinn dagur þar sem allir geta komið og fengið aðstoð við að svara rannsókninni.

  Júlía Guðný Hreinsdóttir, óskar eftir því að félagið skoði það með döffmótsnefndinni að kaupa veislutjald fyrir komandi döffmót.  Hvetur aldraða og aðra sem eiga erindi að fara á Borgarskjalasafnið og kíkja á myndir í safni félagsins og merkja við fólk á myndum ef það getur. Ef einhver á myndir frá menningarhátíðinni heyrnarlausra á norðurlöndum sem haldin var á Íslandi1986 þá væri mikill kostur ef viðkomandi komið þeim í vörlsu.

  Hvetur stjórn að skoða leiðir til að efla varðveislu á gögnum og flokkun á þeim.

  Sigríður Skjaldberg, óskar eftir að félagið skoði og klári varðandi dyrabjöllu fyrir félagsheimilið.

  Svava Jóhannesdóttir, óskar eftir að stjórnin skoði hvort verðandi menningarfulltrúi geti e.t.v skipulagt dag döff.  Bókað að stjórnin skoði þetta.

  Berglind bendir á að félagsheimilnu vantar blikkljós – bókað að stjórnin skoðar málið.

  Fundarstjóri býður formann að slíta fundi.

  HDE þakkar fyrir fundinn, þakkar öllum þeim sem komu að fundinum og nefndarstörfum. Fundi er slitið kl.19:50.